Marx-bræður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marx-bræður: Chico, Harpo, Groucho og Zeppo (1931).

Marx-bræður; Chico, Harpo, Groucho, Gummo og Zeppo, voru hópur skemmtikrafta sem allir voru bræður og komu saman fram í revíum, leikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi frá 1912 fram á 6. áratuginn. Þeir komu upphaflega fram og þróuðu sviðspersónur sínar í óperuhúsinu í Nacogdoches í Texas og á 3. áratugnum voru þeir orðnir vinsælasta gamanatriðið í leikhúsum Bandaríkjanna. Um 1930 hófu þeir gerð gamanmynda sem byggðu á sviðsatriðum þeirra fyrir Paramount. 1933 fóru þeir frá Paramount og skömmu síðar hófu þeir samstarf við Metro-Goldwyn-Mayer. Skömmu fyrir útgáfu myndarinnar The Big Store 1941 tilkynntu þeir að þeir væru hættir. Þeir gerðu þó tvær myndir saman síðar 1946 og 1949 fyrir United Artists.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.