Fara í innihald

Marburg hitasótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Marburg hitasótt er blæðandi veiruhitasótt eins og Ebóla. Árið 1967 varð samtímis vart við blæðandi hitasótt í þýsku borgunum Marburg og Frankfurt og júgóslavnesku borginni Belgrad. Það kom í ljós að þeir sem veiktust unnu við rannsóknir á nýrum úr afrískum apaköttum. Samtals veiktust 31 og 7 létust.[1]

Á síðustu áratugum hafa komið upp faraldrar í mið-Afríku.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Manndrápsveira úr myrkviði,„Morgunblaðið - 114. tölublað (21.05.1995) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. maí 2020.