Fara í innihald

Apaköttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Apakettir eru hópur spendýra af ætt prímata. Orðið vísar til apa af innættbálkinum simiiformes að undanskildum mannöpum.

Talað er um apaketti gamla heimsins (Afríku og Asíu) og nýja heimsins (Suður-Ameríku). Gamlaheimsapakettir innihalda þekktustu tegundirnar eins og bavíana og makake og eru tegundirnar 138. Munur á nýja- og gamlaheimsapaköttum felst meðal annars í því að nef þeirra frá nýja heiminum eru flatari. Einnig eru þeir með hala sem geta gripið ólíkt styttri hölum þeim í gamla heiminum. Raunar eru gamlaheimsapakettir skyldari mannöpum heldur en nýjaheimsapaköttum.

Margar apakattategundir lifa í trjám en bavíanar eru til að mynda á jörðu niðri. Minnsta tegundin er um 12 cm og stærsta að nálgast metra; mandríll. Að stærstum hluta er mataræðið jurtatengt en egg, smærri dýr, þar með talin skordýr eru einnig fæða þeirra.

Apakettir og apar eru stundum notaðir sem samnefni.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust? Vísindavefur, skoðað 18. feb. 2019.