Fara í innihald

Maríuhöfn (Hálsnesi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maríuhöfn

Maríuhöfn á Hálsnesi var áður höfn og þéttbýli við Laxárvog í Hvalfirði. Við Maríuhöfn er talið að ein fyrsta höfn Íslands hafi verið og þar hafi verið stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Til Maríuhafnar komu skip Skálholtsstóls. Svarti-dauði barst til Íslands með skipi sem lagði upp í Maríuhöfn árið 1402.

Á miðöldum voru hafskip lítil og ristu grunnt svo auðvelt var að draga þau á land á veturna. Maríuhöfn hefur hentað vel og verið örugg höfn sem lá vel við samgöngum á helstu staði landsins eins og Þingvelli, Skálholt og Viðey. Fremst við fjöruna á Hálsnesi eru höfðar og milli þeirra er sjávarkambur sem nefnist Búðasandur. Þar er einnig örnefnið Maríuhöfn. Þar eru rústir fornra búða. Sjá http://www.flensborg.is/maggi/allursandur.doc Geymt 21 mars 2012 í Wayback Machine

Menningarhúsið Síbería, Sakha-Jakútía er á Maríuhöfn á Hálsnesi. Kjuregej Alexandra Argunova byggði húsið og rekur það. Menningarhúsið var vígt 15. júní 2008.