Fara í innihald

María Teresa af Austurríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá María Teresía)
María Teresa í æsku.

María Teresa, heilög rómversk keisaraynja, drottning af Bæheimi, erkihertogaynja af Austurríki (þýska: Maria Theresia, ungverska: Mária Terézia, rúmenska: Maria Tereza, slóvakíska: Mária Terézia, tékkneska: Marie Teresie; 13. maí 171729. nóvember 1780) var erkihertogaynja Austurríkis, drottning Bæheims og Ungverjalands og í raun heilög rómversk keisaraynja. Hún var elsta barn Karls 6. keisara og konu hans, en þau átti enga syni. Hann reyndi að koma því fyrir svo að hún myndi erfa veldi hans þegar hann lést (árið 1740), en það olli miklum deilum og af því hlaust austurríska erfðastríðið, en loksins árið 1745 gat hún komið því svo að maður hennar var krýndur keisari og réði hún í raun öllu um það fyrirkomulag og hún titlaði sjálfa sig heilaga rómverska keisaraynju. María Teresa var einn þekktasti og valdamesti meðlimur Habsborgaraættarinnar, og af mörgum einnig talinn einn besti þjóðhöfðinginn úr þeirra röðum. Hún beitti sér meðal annars fyrir umbótum á sviði fjármála og menntunar, ýtti undir verslun og þróun í landbúnaði og endurskipulagði austurríska herinn, en þessar aðgerðir allar eru sagðar hafa styrkt ríki hennar mjög. María Teresa átti 16 börn en á meðal þeirra voru María Antonetta og keisararnir Jósef 2. og Leópold 2..

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.