Mansjú-túngísk tungumál
Útlit
Mansjú-túngísk tungumál | ||
---|---|---|
Ætt | Ein aðaltungumálaætt heims | |
Undirflokkar | Norðurmál Suðurmál | |
ISO 639-5 | tuw | |
Dreifing mansjú-túngískra mála |
Mansjú-túngísk tungumál eru ætt tungumála sem töluð eru á víðu svæði í norðausturhluta Síberíu. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og óvissa er um framtíð málættarinnar. Málhafar mansjú-tungískra mála eru um það bil 75.000.
Evenkí á sér flesta mælendur, eða um 30.000. Til ættarinnar teljast einnig lamút, nanaí og mansjú, auk mállýskna.