Fara í innihald

Mansjú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mansjú
manju gisun
Málsvæði Mansjúría
Heimshluti Kína
Fjöldi málhafa 18 (2007)[1]
Skrifletur Mansjúritmál
Tungumálakóðar
ISO 639-2 mnc
ISO 639-3 mnc
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Mansjú ( ᠮᠠᠨᠵᡠ ᡤᡳᠰᡠᠨ manju gisun) er mansjú-túngískt mál í bráðri útrýmingarhættu sem talað er í Mansjúríu í Austur-Kína.

Mansjú var mál Mansjúa á fyrri tíð en veldi þeirra var mest eftir að þeir lögðu Kína undir sig á 17. öld. Keisaraætt Mansjúa, Qingættin, ríkti í Kína til 1912. Í rúmar tvær aldir var mansjúmálið opinbert mál í Kína og mikilvægt samskiptamál milli Kína og umheimsins. Allir embættismenn urðu að gangast undir próf í mansjú og allar keisaralegar tilskipanir og opinber skjöl voru rituð bæði á mansjú og kínversku. Á þessu tímabili voru mörg klassísk kínversk rit þýdd á mansjú og hafa þær þýðingar komið evrópskum fræðimönnum að gagni við túlkun fornra kínverskra rita.

Á 19. öld hnignaði málinu ört vegna áhrifa frá kínversku og kínverskri menningu þannig að nú er það talað af aðeins fáeinum mönnum í Norðaustur-Kína. Talið er að aðeins 18 málhafar mansjú séu enn á lífi en þeir eru allir áttræðir.[1]

Viðskeyti eru mikið notuð til orðbyggingar en sérhljóðasamræmi er ekki eins áberandi og til dæmis í mongólsku. Mansjú er ritað með sérstöku stafrófi sem lagað var eftir mongólsku stafrófi á 17. öld og á ekkert skylt við kínverska skrift.

  1. 1,0 1,1 „Chinese Village Struggles to Save Dying Language“. Sótt 2017.
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.