Manntal
Útlit
Manntal er skrá yfir alla íbúa einhvers svæðis, svo sem sveitarfélags, hrepps, sýslu eða lands. Þau eru gjarnan notuð til mannfræði- og ættfræðirannsókna og eru mikilvægar heimildir.
Manntöl eru yfirleitt gerð að frumkvæði stjórnvalda og síðan safnað saman á einn stað til úrvinnslu. Sóknarmannatöl presta eru ekki kölluð manntöl, þó þau innihaldi sambærilegar upplýsingar.
Manntöl á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Á Íslandi hafa verið tekin manntöl frá árinu 1703. Önnur mikilvæg manntöl voru gerð 1801, 1845 og 1910.
- Manntalið 1703. — Hagstofa Íslands gaf manntalið út á árunum 1924–1947. Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1729. — Nær aðeins yfir Rangárvalla-, Árnes- og Hnappadalssýslur. Gefið út sem viðauki við Manntalið 1703.
- Manntalið 1762. — Ófullkomið manntal, nokkrar kirkjusóknir vantar, og yfirleitt er aðeins húsbóndinn nafngreindur.
- Manntalið 1801. — Ættfræðifélagið gaf út með nafnaskrá, 1978–1980.
- Manntalið 1816. — Ættfræðifélagið gaf út 1947–1974. Er ekki formlegt manntal, heldur samtíningur sóknarmannatala. Nokkuð vantar í manntalið þar sem kirkjubækur hafa glatast.
- Manntalið 1835. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1840. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1845. — Ættfræðifélagið gaf út 1982–1985, nafnaskrá fjölrituð. Aðgengilegt á manntalsvef þjóðskjalasafns.
- Manntalið 1850. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1855. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1860. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1870. — Manntalsskýrslur úr Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum glötuðust í Kaupmannahöfn. Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1880. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1890. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1901. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1910. — Útgáfa stendur yfir á vegum Ættfræðifélagsins, hófst 1994. Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
- Manntalið 1920. — Aðgengilegt á manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands.
Á fyrri hluta 20. aldar voru manntöl tekin á 10 ára fresti, en nú hefur því verið hætt og íbúaskrár Hagstofu Íslands (Þjóðskrár) látnar nægja.