Mannlíf
Útlit
![]() | |
Ritstjóri | Jón Trausti Reynisson |
---|---|
Stofnár | 1984 |
Útgefandi | Sameinaða útgáfufélagið ehf. |
Höfuðstöðvar | Reykjavík |
Vefur | mannlif.is |
Mannlíf er íslenskur fjölmiðill sem var stofnaður árið 1984 af útgáfufélaginu Fjölni og var Herdís Þorgeirsdóttir fyrsti ritstjórinn. Þremur árum seinna keypti útgáfufélagið Fróði tímaritið.[1] Árið 2025 eignaðist Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur m.a. út Heimildina og Vísbendingu, Mannlíf og breytti ritstjórnarstefnu og útliti miðilsins.[2]
Ritstjórar
[breyta | breyta frumkóða]- Herdís Þorgeirsdóttir 1984-1986
- Árni Þórarinsson 1986-1988[3]
- Svanhildur Konráðsdóttir 1988-1990
- Bjarni Brynjólfsson og Ragnheiður Davíðsdóttir 1990
- Árni Þórarinsson 1990-1994
- Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson 1994-1996
- Þórarinn Jón Magnússon 1996
- Hrafn Jökulsson 1997-1998
- Gerður Kristný 1998-2004
- Reynir Traustason 2004-2006
- Kristján Þorvaldsson 2006-2007
- Reynir Traustason 2007
- Þórarinn Þórarinsson 2007
- Sigurjón M. Egilsson 2008-2009
- Reynir Traustason 2009-2010
- Brynjólfur Þór Guðmundsson 2010
- Karl Steinar Óskarsson 2010-2011
- Hrund Þórsdóttir 2011-2012
- Karl Steinar Óskarsson 2012-2014
- Roald Viðar Eyvindsson 2017-2020
- Reynir Traustason 2020-2025
- Jón Trausti Reynisson 2025–
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Mannlíf fangar tíðarandann“. Morgunblaðið. 2 júlí 2004. bls. 49. Sótt 19. desember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Jakob Bjarnar (6 febrúar 2025). „„Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum"“. Vísir.is. Sótt 6 febrúar 2025.
- ↑ „Árni Þórarinsson“. Bókmenntavefurinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 maí 2008. Sótt 16. mars 2025 – gegnum Vefsafn.is.