Fara í innihald

Manngerving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Manngerving er þegar fyrirbrigði sem eru ekki mennsk eru gædd mennskum einkennum, tilfinningum eða tilgangi.[1] Manngerving er ólík persónugervingu þannig að persónugerving gæðir hugtök mannlegum eiginleikum. Manngerving er bókstafleg en persónugerving er myndræn.

Manngerving á uppruna sinn í myndlist en er í dag einnig notuð í öðrum listgreinum. Í teiknimyndum er misjafnt hversu mannleg dýr eru gerð í teiknimyndum en algengt er að þau hafi engu að síður ákveðin einkenni þeirra dýra sem þau eru. Má þar nefna Mikka mús, Mínu mús, Andrés Önd, Andrésínu önd, Guffa, Brian Griffin og Gurru grís.

  1. Oxford English Dictionary, 1st ed. "anthropomorphism, n." Oxford University Press (Oxford), 1885.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.