Andrésína Önd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andrésína Önd er teiknimyndapersóna sem Walt Disney skapaði og er kærasta Andrésar Andar. Hún kom fyrst fram í teiknimyndinni Mr. Duck Steps Out árið 1940. Hún er skapmikil eins og Andrés en hefur oftast betri stjórn á skapi sínu.

Fyrsta kærasta Andrésar hét Donna Önd og kom fram í stuttri teiknimynd árið 1937 en ekkert framhald varð á því sambandi og það liðu þrjú ár áður en Andrésína kom til sögunnar. Oft er þó talið að Andrésína sé ný útfærsla á Donnu og þá miðað við að Andrésína eigi rætur að rekja aftur til 1937.

Ekki er ljóst hvort Andrés og Andrésína eru skyld eða hvort það er tilviljun að þau bera sama nafn. Þau eru hins vegar tengd í gegnum þríburana Ripp, Rapp og Rupp en þeir eru synir bróður Andrésínu og systur Andrésar. Þríburarnir Mjöll, Drífa og Fönn eru aftur á móti systurdætur Andrésínu. Í sumum sögum búa þær hjá henni en í öðrum eru þær aðeins í heimsókn.

Þótt Andrésína og Andrés séu einhvers konar par eru þau ekki trúlofuð og í mörgum sögum keppir Hábeinn Heppni við Andrés um hylli Andrésínu.