Mannaður leiðangur til Mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugmynd Geimferðastofnunar Bandaríkjanna um mögulegar vistarverur á yfirborði Mars

Hugmyndir um mannaðan leiðangur til Mars hafa komið upp mörgum sinnum í geimvísindum, verkfræði og vísindaskáldskapi á 20. og 21. öldum. Meðal áætlana eru tillögur um að lenda á Mars, að setjast þar að og með tíma „jarðforma“ plánetuna, og hagnýta tungl hans Fóbos og Deimos.

Landkönnun á Mars hefur verið markimið geimferðáætlana í áratugi. Undirbúningsvinna undir leiðangra með mannaða áhöfn hefur verið unnin frá sjötta áratugi, og gert hefur verið ráð fyrir að leiðingarnir fari af stað um 10 til 30 árum fram í tímann. Margar geimferðastofnanir lögðu fram áætlanir um mannaða leiðangra til mars á 20. öld, en þær hafa víða verið gagnrýndar vegna skammsýnis um hættu og fýsileika slíks leiðangurs.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hyggst senda áhöfn á leiðangur til Mars um árið 2035 sem hluti af Óríon-áætlun sinni. Á undan þessum leiðangri verða styttri geimflug með fjögurra manna geimfarið sem verður notað og tilraunir til að bæta tæknina sem er áætluð að verja áhöfnina fyrir geisluninni sem er að finna í djúpgeimi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.