Likoma

Hnit: 12°04′S 34°44′A / 12.067°S 34.733°A / -12.067; 34.733
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

12°04′S 34°44′A / 12.067°S 34.733°A / -12.067; 34.733

St. Péturskirkjan á Likoma

Likoma er eyja í Malaví-vatni sem tilheyrir Malaví. Hún er önnur tveggja eyja á vatninu, sem tilheyra Malaví, sem eru í byggð. Íbúafjöldi eyjunnar er um 9.000 en flatarmál hennar er alls 19 km².

Á Likoma er flugbraut svo hægt er að komast þangað loftleiðina frá Lílongve en einnig gengur þangað gufuskip frá Nkhata-flóa. Aðalatvinnuvegir íbúanna eru fiskveiðar en einnig er þar stundaður landbúnaður í einhverju mæli. Þó eru mestöll matvæli flutt frá meginlandinu.

Stærsta byggingin á Likoma er St. Péturskirkjan sem er steinhlaðin. Bygging hennar hófst árið 1903 og stóð fram til 1971.

Graslendi einkennir náttúrufar eyjunnar og er kassava-gras stór hluti flórunnar. Þó vaxa þar einnig apabrauðstré og einstaka mangótré á strjáli.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Likoma Island, Malawi“ (enska). Sótt 28. október 2007.