Lesitín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um fosfatíðýlkólín. Rautt er kólín og fosföt, svart er glyseról, grænt er ómettuð fitusýra, blátt er mettuð fitusýra

Lesitín er almennt heiti á flokki efnasambanda sem heita fosfatíðýlkólín og úr þeim efnum er næringarefnið kólín einkum unnið. Það er náttúrlegt efnasamband sem finnst í öllum lífverum. Lesitín var fyrst einangrað árið 1846 af franska efnafræðingnum og lyfjafræðingnum Theodore Gobley. Hann einangraði lesitín upprunalegar úr eggjarauðum. Lesitín er selt sem fæðubótarefni og lyf. Það er oft unnið úr sojabaunum. Það er einnig notað í steikingarúða til að koma í veg fyrir að matur festist við steikingarpotta.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]