Fara í innihald

Magnús Þór Sigmundsson - Gatan og sólin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magnús Þór Sigmundsson - Gatan og sólin
Bakhlið
SG - 135
FlytjandiMagnús Þór Sigmundsson
Gefin út1980
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason

Magnús Þór Sigmundsson - Gatan og sólin er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980. Flytjendur efnis á þessari plötu eru Magnús Þór Sigmundsson og spunahljómsveitin Steini blundur. Hljómsveitina skipa: Magnús Þór Sigmundsson, söngur, raddir og kassagítar. Graham Smith, einleiksfiðla og strengjasveit. Richard Korn, bandalaus rafmagnsbassi. Jónas Björnsson, trommur, klukkuspil og ásláttarhljóðfæri. Gestur Guðnason, rafmagnsgítar. Aðrir: Jóhann Helgason, söngur, raddir og kassagítar. Helgi Skúlason, upplestur. Gunnar Reynir Sveinsson, rafeinda- og náttúrutónlist. Anna Thelma og Linda Magnúsdætur, söngur og blokkflautuleikur. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h. f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Magnús Þór. Lokavinnsla á hljóðritun fór fram í Hljóðrita hf. Tæknimaður: Gunnar Smári. Brian Pilkington gerði framhlið plötuumslags. Ljósmynd á bakhlið Haraldur Skarphéðinsson. Filmuvinna og prentun fór fram í Grafík hf. en textasetning hjá Blik hf.

  1. Borgin - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk - Helgi Skúlason les
  2. Dordingull (og Ryk) - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk
  3. Ryk - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  4. Þjófapakk - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk
  5. Útvarp (og Geltinn hundur) - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  6. Geltinn hundur - Lag - texti: Magnús Þór — Kristján frá Djúpalæk
  7. Verðbólga - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  8. Gatan - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  9. Sigga í öskustónni - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk
  10. Sólin og ég (og Sælt er að lifa) - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk - Helgi Skúlason les Hljóðdæmi
  11. Sælt er að lifa - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  12. Lítil saga - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk
  13. Ástin mín - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
  14. Norðankaldi - Lag - texti: Magnús Þór - Kristján frá Djúpalæk - Jóhann Helgason og Magnús Þór syngja
  15. Sólin - Lag - texti: Magnús Þór - Magnús Þór
Athuga ber að lögin nr. 2 og 3 eru flutt saman svo og lögin 5 og 6, og 10 og 11.

Magnús Þór syngur öll lögin nema þar, sem annars er getið