Maajid Nawaz
Maajid Usman Nawaz (fæddur þann 2. nóvember 1978) er breskur aðgerðarsinni, rithöfundur, stjórnmálamaður, útvarps-og blaðamaður.
Nawaz fæddist í Essex í bresk-pakistanska fjölskyldu. Hann hefur lært lögfræði og arabísku og er með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki. Nawaz er fyrrum meðlimur íslamistahópsins Hizb ut-Tahrir og var handtekinn í Egyptalandi árið 2001 fyrir tengsl sín við hópinn. Þegar hann var í fangelsi hóf hann að lesa bækur um mannréttindi og var í tengslum við Amnesty International. Honum var sleppt árið 2006 og síðar yfirgaf hann Hizb ut-Tahrir og ákvað að fylgja veraldlegri túlkun á íslam.
Nawaz gaf bók um reynslu sína sem heitir Radical. Hann stofnaði einnig Quilliam stofnunina árið 2007 með fyrrum íslamistum sem leitast við að gagnrýna og sporna við íslamisma og styður tjáningarfrelsi.
Árið 2015 bauð hann sig fram í þingkosningum fyrir Liberal Democrats-flokkinn í London. Nawaz hefur verið ráðgjafi breskra stjórnvalda frá valdatíð Tony Blair í baráttu gegn hryðjuverkum.[1] Hann er tíður gestur í umræðuþáttum.
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Radical: My Journey out of Islamist Extremism.(2012)
- Islam and the Future of Tolerance (með Sam Harris).(2015)
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Maajid Nawaz“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2016.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alþjóðlegur hryðjuverkalisti sagður vafasamur Rúv. Skoðað 17. september, 2016.