Sam Harris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sam Harris

Samuel B.SamHarris (fæddur 9. apríl 1967)[1] er bandarískur rithöfundur, heimspekingur, og taugasálfræðingur. Hann er einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri Project Reason.[2] Á meðal ritverka hans er bókin The End of Faith, sem var gefin út árið 2004 og sat á metsölulista The New York Times í 33 vikur. Bókin vann einnig til PEN/Martha Albrand Verðlaunanna árið 2005.[3] Árið 2006 gaf Harris út bókina Letter to a Christian Nation sem svar við gagnrýni á bókina The End of Faith. Svo árið 2010 kom út bókin The Moral Landscape og ári síðar ritgerðin Lying. Bókin Free Will var síðan gefin út árið 2012.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Current Biography, janúar 2012, 73. árg., 1. tbl., bls. 37.
  2. „About Sam Harris". . 5. júlí 2010. Skoðað 5. júlí 2010. „Mr. Harris is a Co–Founder and CEO of Project Reason, a nonprofit foundation devoted to spreading scientific knowledge and secular values in society. He began and eventually received a degree in philosophy from Stanford University and a PhD in Neuroscience from UCLA."
  3. PEN American Center (2005). „The PEN/Martha Albrand Award for First Nonfiction.“ <www.pen.org>. Skoðað 1. desember 2011.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikitilvitnunar
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.