1450
Útlit
(Endurbeint frá MCDL)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1450 (MCDL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 27. nóvember - Langaréttarbót gerð í Kaupmannahöfn af Kristjáni konungi 1. Tilgangur hennar var að koma á frið og lögum í landinu og þar er bann lagt við ribbaldaskap, ránsferðum og gripdeildum, fjölmennum yfirreiðum valdssmanna og fleiru slíku og mönnum bannað að halda „manndrápara, biskupsdrápara, prestadrápara, kirknabrjóta og kirknaþjófa".
- 30. nóvember - Torfi Arason fékk riddarabréf hjá Kristjáni 1. Danakonungi.
- Jón Þorkelsson varð ábóti í Helgafellsklaustri.
Fædd
Dáin
- Þorsteinn ábóti í Helgafellsklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. ágúst - Kristján 1. krýndur konungur Noregs í Niðarósdómkirkju af Marcellusi Skálholtsbiskupi. Samningur gerður um að Noregur og Danmörk skyldu lúta sama konungi að eilífu og að ríkin skyldu hafa jafna stöðu.
- 12. ágúst - Cherbourg, síðasta vígi Englendinga í Normandí, gafst upp fyrir Frökkum.
- 3. nóvember - Háskólinn í Barcelona stofnaður.
- Jóhann Gutenberg fékk lán til stofnunar prentsmiðju sinnar hjá Jóhanni Fust í Mainz og setti prentáhöld sín að veði. Yfirleitt er þetta ár talið upphafsár prentlistarinnar.
Fædd
- Bartolomeu Dias, portúgalskur landkönnuður (d. 29. maí 1500).
- (sennilega) - Hieronymus Bosch, hollenskur listmálari (d. 1516).
probable
Dáin
- 9. febrúar - Agnes Sorel, ástkona Karls 7. Frakkakonungs (f. 1421).
- 18. júlí - Frans 1., hertogi af Bretagne (f. 1414).