1397
Útlit
(Endurbeint frá MCCCXCVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1397 (MCCCXCVII í rómverskum tölum)
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Vilkin Skálholtsbiskup lét skrá kirkjueignir í Vilkinsmáldaga.
- Útlendir kaupmenn sem lágu með sex skip í Vestmannaeyjum voru þar með óspektir.
- Í Resensannál segir að skrímsli hafi rekið á land við Guðmundarlón (Syðra-Lón) á Langanesi. Var kjötið á annarri hliðinni eitra og dóu hundrað manns sem þess neyttu en þeir sem borðuðu kjöt af hinni hliðinni kenndu sér einskis meins.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júní - Eiríkur af Pommern krýndur konungur allra Norðurlanda.
- Kalmarsambandið stofnað í borginni Kalmar í Svíþjóð.
Fædd
- 21. febrúar - Ísabella af Portúgal, kona Filppusar góða Búrgundarhertoga (d. 1471).
- 29. júní - Jóhann 2., konungur Aragóníu (d. 1479).
- 5. ágúst - Guillaume Dufay, flæmskt tónskáld (d. 1474).
- 10. ágúst - Albert 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1439).
- 15. nóvember - Nikulás V páfi (Tommaso Parentucelli, d. 1455).
Dáin