Guillaume Dufay

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Guillaume Dufay (vinstra megin) ásamt Gilles Binchois

Guillaume Dufay (einnig skrifað Du Fay eða Du Fayt) (5. ágúst 1397 - 27. nóvember 1474) var fransk- flæmskt tónskáld og tónfræðingur snemma á endurreisnartímabilinu. Hann var eitt áhrifamesta tónskáld Evrópu á miðri 15. öld. Hann samdi tónlist af öllum helstu gerðum síns tíma, bæði trúarlega og veraldlega.