Mýsli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýsli

Mýsli (latína: mycelium) er sá hluti svepps sem er net sveppþráða, yfirleitt neðanjarðar, í mold eða öðru efni. Hattur og stafur svepps eru æxlihnúður vissra tegunda sveppa og bera gróhirslur þeirra. Æxlihnúðurinn er líka myndaður úr sveppþráðum en er aðgreindur frá mýslinu. Mýslið vex stöðugt áfram ár eftir ár út frá miðju þannig að eldri hlutinn deyr og mýslið myndar hring. Æxlihnúðurinn sprettur hins vegar upp úr mýslinu á nokkrum dögum eða vikum á sumri og hausti. Þar sem æxlihnúðarnir spretta í reglulegan hring er það kallað nornabaugur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.