Æxlihnúður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amanita caesarea

Æxlihnúður sveppa eða sveppaldin er fjölfruma vefur sem heldur uppi grósekkjum eins og kólfum og öskum. Æxlihnúðurinn er hluti af æxlunarskeiði sveppa. Aðrir hlutar lífskeiðs þeirra einkennast af vexti mýslisins.

Ef gróin þroskast í kólfum er æxlihnúðurinn kallaður kólfhirsla (basidioma), en ef þau þroskast í grósekkjum er hann kallaður askhirsla (ascoma).