Mýri (Bárðardal)
Útlit
Mýri er innsti sveitabær í Bárðardal vestan Skjálfandafljóts. Við Mýri byrjar vegurinn yfir Sprengisand og var þar áningar- og gististaður fyrir þá sem ferðuðust yfir sandinn. Er stutt að Aldeyjarfossi frá bænum. Á Mýri hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 2001.
