Múlavegur
Útlit
Múlavegur er vegur við utanverðan Eyjafjörð frá Ólafs- og Siglufirði inn til Akureyrar. Vegurinn var opnaður 17. september 1966. Á sama tíma var jarðstrengur lagður milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Við opnun vegarins styttist leiðin milli Akureyrar og Ólafsfjarðar um 149 km og milli Akureyrar og Siglufjarðar um 69 km.
Árið 1990 voru Ólafsfjarðargöng opnuð milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Göngin leystu Múlaveginn að miklu leyti af hólmi. Leiðin til Siglufjarðar styttist svo enn frekar þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð 2010.