Mörg eru dags augu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mörg eru dags augu er heimildarmynd um samspil mannlífs og náttúru í Vestureyjum á Breiðafirði. Myndin var frumsýnd 1980 og er 75 mínútur í sýningu.

Höfundar myndarinnar eru Óli Örn Andreassen kvikmyndagerðarmaður og Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og líffræðingur. Mörg eru dags augu var ein af þeim kvikmyndum sem fengu styrk við fyrstu úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 1979. Hún var frumsýnd 14. júní 1980 í Regnboganum ásamt Þrymskviðu sem er 17 mínútna löng teiknimynd eftir Sigurð Örn Brynjólfsson.