Fara í innihald

Móri (rappari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Móri
FæddurMagnús Ómarsson
13. september 1976 (1976-09-13) (48 ára)
UppruniReykjavík, Íslandi
Ár virkur2002
StefnurRapp

Magnús Ómarsson (f. 13. september 1976), betur þekktur sem Móri, er íslenskur tónlistarmaður og rappari úr Reykjavík.[1] Hann skapaði sér nafn í íslenskum rappheimi upp úr aldamótum með beittum efnistökum og skýrum myndlíkingum úr undirheimum Reykjavíkur.

Magnús gerði, ásamt félaga sínum Elvari Gunnarssyni, kvikmyndina It hatched (2021).[2] Magnús vinnur nú sem hljóðmaður í kvikmyndabransanum.

Í umfjöllun Davíðs Roach Gunnarssonar um feril fyrsta íslenska bófarapparans segir:

Rapparinn Móri var frumkvöðull í íslensku bófarappi í upphafi aldarinnar, en á breiðskífunni Atvinnukrimmi sem kom út árið 2002 rappaði hann um dóp, spilltar löggur og ofbeldi, á annan og raunsærri hátt en áður hafði heyrst í íslenskri tónlist. Nú er þessi draugur úr íslenskri rappsögu genginn aftur.[3]

Hljóðritaskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Móri (2002)
    • Ímyndaðir vinir
    • Atvinnukrimmi
    • Spilltar löggur
    • Ekki þitt kerfi (feat. Mezzias Mc)
    • Brotni taktur
    • Grænir fingur
    • Mc Panic

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hei sæta (2023)
  • Framsóknareðlur (2023)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1210329/
  2. https://www.frettabladid.is/lifid/mori-er-martradarmatur/
  3. https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-05-12-mori-gengur-aftur