Fara í innihald

Mónónatríum glútamat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mónónatríum glútamat
Auðkenni
CAS-númer 142-47-2
E-númer E621
Eiginleikar
Formúla C5H8NO4Na
Mólmassi 169,111 mól/g
Útlit Hvítt kristallað púður
Bræðslumark 232 °C

Mónónatríum glútamat[1] (einnig MSG, skammstöfun á mono sodium glutomat) er þekkt undir ýmsum nöfnum, til dæmis þriðja kryddið,[1] bragðaukandi efni, MSG og E621. Það var fyrst einangrað í Japan árið 1907.

Efnasambandið MSG verður til þegar eggjahvítuefni eru hituð upp í söltu umhverfi. Glútamiksýra, eitt af byggingarefnum eggjahvítuefna, myndar það þá við það að tengjast natríumfrumeindum. Efnið verður því til af sjálfu sér við framleiðslu á unnum kjötvörum, ýmsum mjólkurafurðum og fleiri matvælum sem eru rík af eggjahvítuefni. Bragðlaukar manna skynja bragðið af því, sem oft er kallað úmamí (eða kraftur), og tengja það við hátt innihald eggjahvítuefnis í fæðunni. Þar sem MSG styrkir og bætir bragð, eftir smekk flestra, er það notað sem bragðaukandi efni út í mat. Nú til dags er það framleitt í verksmiðjum, oft með því að hita maíssterkju, láta hana ganga saman við matarsalt og einangra svo MSG-ið. Það er mikið notað í allskonar tilbúnum réttum og er víða notað á veitingastöðum, sem og í snakki, kryddblöndum, ýmsum tegundum af jógúrti, léttostum, tilbúnum réttum og sósum, pylsum, skinkum svo eitthvað sé nefnt.

Meint skaðsemi[breyta | breyta frumkóða]

Tortryggnisraddir hafa verið uppi um það áratugum saman, að MSG sé heilsuspillandi. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á áhrifum MSG á heilsu, hefur ekki verið sýnt fram á að það hafi raunverulega heilsuspillandi áhrif. Þó hafa rannsóknir bent til að einhverjir geti haft ofnæmi eða óþol fyrir MSG í mat, og fengið óþægindi af neyslu þess af þeim sökum. Þótt ásakanir um skaðsemi efnisins hafi ekki verið sannaðar, eru margir smeykir við MSG og forðast það.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?“. (upprunalega hljóðaði spurningin „Sæl verið þið, fróðu menn og konur! Ég er kokkur og er að berjast við að nota ekki msg. Hvaða orð eru yfir til yfir það? Ég lenti í því að fá msg undir öðru nafni, getið þið gefið mér upp öll nöfn á msg?“). Vísindavefurinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]