Móasef

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Móasef

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Sefætt (Juncaceae)
Ættkvísl: Sef (Juncus)
Tegund:
Móasef

Tvínefni
Juncus trifidus
L.

Móasef eða kvíslsef[1] (fræðiheiti: Juncus trifidus) er lágvaxið þurrlendis-sef sem vex í toppum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Stráin eru fíngerð og blómin, 1 til 4 stykki, standa ofarlega, þar sem blöðin kvíslast. Blómhlífarblöð eru 6 og sömuleiðis fræflarnir. Þeir eru ljósgulir en frævan ljósgræn. Móasef er oftast 8 til 25 sentimetra hátt og blómbast í júní til júlí. Það er mjög algengt á Íslandi.

Samlífi[breyta | breyta frumkóða]

Þrjár tegundir sveppa hafa verið skráðar vaxandi á móasefi. Þær eru Arthrinium bicorne sem vex innan í vefjum plantna og Bricookea sepalorum og Lachnum calycoides sem eru niðurbrotssveppir sem lifa á dauðu móasefi.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gísli Kristjánsson og Ingólfur Davíðsson. Fóðurjurtir. Prentsmiðjan Edda.
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.