Míletos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hringleikahús í Míletos.

Míletos (gríska: Μίλητος) var fornfræg hafnarborg í Jóníu á vesturströnd Anatólíu þar sem nú er Tyrkland við ósa Meanderfljóts. Búið var í borginni frá bronsöld til tíma Tyrkjaveldis en eftir því sem höfnin fylltist upp af framburði árinnar varð hún ónothæfari og borgin var að lokum yfirgefin. Í dag eru rústir hennar um 10 km frá ströndinni.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.