Mánárbakki
Útlit
Mánárbakki er nyrsti sveitabær á Tjörnesi og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1963 þegar stöðin var flutt þangað frá bænum Máná, næsta bæ en þar tók hún til starfa árið 1956. Sama fjölskylda hefur haft veðurathugunina með höndum frá upphafi. 5 sjómílur frá landi eru tvær eyjar, Mánáreyjar, og kallast þær Háey og Lágey. Í þeim er mikið fuglalíf og er Lágey grösug og var lengi nýtt úr landi. Háey er minni að flatarmáli en hærri, gerð úr gjalli og móbergi. Lágey er hins vegar úr grágrýti.