Fara í innihald

Gjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gjall

Gjall er glerkennt basalt eða andesít, blöðrótt eða frauðkennt. Það er oftast svart eða rauðleitt á litinn.

  • Þétt samsett gjall og hraunklessur nefnast kleprar
  • Kornótt og duftkennt efni, svart eða dökkleitt, kallast vikur og aska
  • Nornahár er hárfínt, tærar nálar úr gleri er sáldrast niður kringum gíga.

Uppruni og útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Myndast í hraungígum úr hraunslettum og strókum sem fallið hafa til jarðar umhverfis gígopið. Gjallbingir hlaðast upp mjög hratt og haldast lengi heitir. Rakt heitt loft er andar upp úr þeim valda oxun járnsteinda og rauðum lit. Vikur-og aska myndast í þeytigosum þar sem vatn hefur komist í gosrásina og breyst í gufu.Katla og Grímsvötn hafa spúið basaltösku mest allra íslenskra eldfjalla.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson, 1999, Íslenska Steinabókin, 2.prentun, ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.