Lyfjagras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lyfjagras
Pinguicula vulgaris 190507.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Blöðrujurtarætt (Lentibulariaceae)
Ættkvísl: Lyfjagrös (Pinguicula)
Tegund:
P. vulgaris

Tvínefni
Pinguicula vulgaris
L. (1753)

Lyfjagras (fræðiheiti: Pinguicula vulgaris) er lítil jurt af blöðrujurtarætt. Jurtin er skordýraæta sem veiðir lítil skordýr með klístri sem þekur jarðlæg blöð hennar. Eitt blátt trektlaga blóm vex á 3-16sm löngum stöngli. Lyfjagras er algengt um alla Evrópu og á Norðurslóðum og vex þá yfirleitt í votlendi og lyngmóum. Á Íslandi er lyfjagras algengt um allt land.

Lyfjagras hefur einnig verið kallað hleypigras vegna þess að hægt er að nota blöðin sem hleypi. Í Hollandi er lyfjagras friðað.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.