Lundamítill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Lundamítill er blóðmítill (Ixodida) sem lifir á sjófuglum. Á Íslandi hefur lundamítill fundist á lunda, teistu, langvíu, máfum, stormsvölu, sjósvölu, skrofu, skörfum og æðarfuglum og á mönnum. Lundamítill hefur í daglegu máli verið kallaður lundalús en hann er ekki eiginleg lús, hann er áttfætla en ekki skordýr og er skyldur skógarmítli. Lundamítill er dæmigerður blóðmítill og eru munnlimir sérhæfðir til að stinga í húð og með hökum til að festast. Aftan við höfuðið er harður skjöldur en annars er líkami dýrsins linur og getur þanist gríðarmikið út þegar hann fyllist af blóði og getur lundamítillinn þá margfaldað þyngd sína. Það er erfitt og óráðlegt að losa lundamítill úr stungusári með að toga í hann en algeng húsráð eru að fara í heitt bað eða bera steinolíu, spritt eða joð á mítilinn og svæðið í kring til að drepa hann.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]