Loftur Guðmundsson (f. 1906)
Útlit
(Endurbeint frá Loftur Guðmundsson (þýðandi))
Loftur Guðmundsson (6. júní 1906 – 29. ágúst 1978) er best þekktur fyrir störf sín sem þýðandi og söngtextahöfundur. Hann þýddi meðal annars bækur Hergé um Tinna (Tintin) og gerði texta við mörg sönglög Oddgeirs Kristjánssonar. Loftur stundaði einnig önnur ritstörf og samdi meðal annars leikritið Brimhljóð, kvikmyndasöguna Síðasti bærinn í dalnum eftir samnefndri kvikmynd og nokkrar barnabækur. Eins var Loftur leikhúsgagnrýnandi dagblaðsins Vísis um tíma.
Loftur skipaði fjórða sæti á framboðslista Óháðra bindindismanna í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík árið 1962, en náði ekki kjöri.
Helstu verk Lofts
[breyta | breyta frumkóða]- Hálendið heillar: þættir af nokkrum helstu öræfabílstjórum - 1975
- Írland - 1970
- Tvö leikrit: Hreppstjórinn á Hraunhamri og Seðlaskipti og ástir - 1958
- Gangrimlahjólið - 1958
- Jónsmessunæturmartröð á fjallinu helga - 1957
- Frá steinaldarmönnum að Garpagerði - 1955
- Þrír drengir í vegavinnu - 1948
- Þeir fundu lönd og leiðir: þættir úr sögu hafkönnunar og landaleita - 1947