Ljóskastari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljóskastari eða kastljós er lampi sem kastar frá sér ljósi í eina átt og eru speglar eða aðrir endurvarpsfletir notaðir til að magna ljósið upp og beina því þangað sem því er ætlað að lýsa. Ljóskastarar voru fyrst notaðir af breska sjóhernum árið 1882.

Elsta heimild um notkun orðsins á íslensku er úr Ægi frá 1913.