Listi yfir CSI:NY (3. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriðja þáttaröðin af CSI: NY var frumsýnd 30. september 2006 og sýndir voru 24 þættir.

Tveir nýir aukaleikarar bættust við hópinn: Emmanuelle Vaugier sem rannsóknarfulltrúinn Jessica Angell og Claire Forlani sem réttarlæknirinn Peyton Driscoll.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
People With Money Pam Veasey og Peter M. Lenkov Rob Bailey 20.09.2006 1 - 48
CSI liðið er kallað að Brooklyn brúnni þar sem maður finnst látinn eftir misheppnað bónorð. Á meðan þá rannsaka Hawkes, Danny og nýji rannsóknarfulltrúinn Jessica Angell dauða ríkrar konu í íbúð sinni.
Not What It Looks Like Pam Veasey og Peter M. Lenkov Duane Clark 27.09.2006 2 - 49
CSI liðið er kallað að skartgriparáni þar sem þrjár konur klæddar sem Audrey Hepburn persónan Holly Golightly úr Breakfast at Tiffany´s rændu skartgripabúð. Mac og Angell rannsaka lát konu sem finnst í tómri byggingu sem átti að rífa niður.
Love Run Cold Timothy J. Lea Tim Lacofano 04.10.2006 3 - 50
Danny, Flack og Lindsay vinna við erfiðar aðstæður á glæpavettvangi sem er allur gerður úr ís. Fórnarlambið er módel sem var stungin með ísnál. Mac, Stella og Hawkes rannsaka lát viðskiptamanns sem var að keppa í maraþoni í Central Park eftir að hafa verið eitrað með blásýru. Á sama tíma þá reyna Lindsay og Danny að vinna úr tilfinningum sínum gagnvart hvort öðru.
Hung Out To Dry Zachary Reiter Anthony Hemingway 11.10.2006 4 - 51
Höfuðlaust lík finnst hangandi í herbergi í miðju partýi. Skyrtan sem fórnarlambið finnst í er öll út í númerum og grískum táknum sem innihalda leynileg orð sem leiðir CSI liðið að furðulegri vefsíðu. En þegar annað höfuðlaust lík finnst í samskonar skyrtu, þá uppgvötar liðið að þau eru að eltast við raðmorðingja.
Oedipus Hex Anthony E. Zuiker og Ken Solarz Scott Lautanen 18.10.2006 5 - 52
Danny, Lindsay og Hawkes rannsaka dauða ungrar stúlku sem tilheyrði Suicide Girls bandinu. Á meðan þá rannsaka Mac og Stella dauða körfuboltaspilara.
Open and Shut Wendy Battles Joe Ann Fogle 25.10.2006 6 - 53
Í miðri rannsókn á starfsmanni hótels við sundlauga ljósmyndatöku, heyrir CSI liðið byssuskot hinumegin við götuna og ganga inn á glæpavettvang þar sem kona í sjokki hefur skotið óboðinn gest.
Murde Sings the Blues Sam Humphrey Oz Scott 01.11.2006 7 - 54
Ung kona deyr eftir að hún blæðir út úr augunum, nefi og munni eftir að hafa verið í partýi um borð í lest sem leiðir CSI liðið að líffræðilegri árás. Hawkes uppgvötar síðan að hann þekkir fórnarlambið. Hinum megin í bænum, þá finnst ríkur piparsveinn myrtur í sundlaug sinni í þakíbúð sinni. Sönnunargögnin leiðir CSI liðið að þernu hans sem var rekin tveim dögum áður.
Consequences Pam Veasey Rob Bailey 08.11.2006 8 - 55
CSI liðið rannsakar andlát ungs litboltaspilara í vöruhúsi. Við frekari rannsókn þá kemst liðið að því að helsti keppinautur hans er horfinn. Málið verður flóknara þegar kókaín finnst í vöruhúsinu sem leiðir liðið að gömlu eitulyfjamáli sem einn af liðinu vann að. Á sama tíma þá finnst Stellu að henni er fylgt eftir af einhverjum.
And Here´s To You, Mrs Azrael Peter M. Lenkov David Von Ancken 15.11.2006 9 - 56
Ung stúlka finnst myrt í sjúkrahúsrúmi sínu, stuttu eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi sem skildi hana eftir lamaða og bestu vinkonu hennar látna. Hawkes sem einu sinni vann á sjúkrahúsinu lendir í orðaskiptum við fyrrverandi yfirmann sinn.
Sweet Sixteen Ken Solarz David Jackson 22.11.2006 10 - 57
Fallhlífastökkvari fellur til jarðar og deyr eftir að hafa lent í hópi af dúfum sem einnig fallar dauðar til jarðar. Mac, Danny og Flack uppgvöta að dúfurnar voru notaður í dúfukeppnum og finna þeir síðan eiganda þeirra látinn í dúfnakofa sínum. Stella, Lindsay og Hawkes rannsaka dauða föður stúlku í bíl hennar sem hún fékk í 16 ára afmælisgjöf.
Raising Shane Zachary Reiter og Pam Veasey Christine Moore 29.11.2006 11 - 58
CSI liðið er kallað til þegar barþjóni er rænt og skotinn til bana. Þegar lögreglan handtekur hinn grunaða þá verða þeir hissa þegar það kemur í ljós að það er Sheldon Hawkes. Fljótlega kemur það í ljós að málið tengist raðmorðingjanum, Shane Casey.
Silent Night Sam Humprey, Peter M. Lenkov og Anthony E. Zuiker Rob Bailey 13.12.2006 12 - 59
Mac og Hawkes eiga við vandamál að stríða þegar fjölskylda morðfórnarlambs er öll heyrnarlaus, þannig að þeir þurfa að finna nýja aðferð til þess að ná morðingjanum. Danny og Stella rannsaka dauða skautadansara sem var hugsanlega veitt eftirför. Meiri upplýsingar úr fortíð Lindsay koma fram sem sýna hvers vegna hún ákvað að verða CSI rannsóknarkona.
Obsession Jeremy Littman Jeffrey G. Hunt 17.01.2007 13 – 60
Maður finnst látinn í tómri íbúð, sönnunargögn benda til þess að fórnarlambið var drepið af einhverjum sem hann hafði rænt. Í Central Park finnst lík af manni í verslunarkerru, við frekari rannsókn þá kemst liðið að því að maðurinn var hluti af keppni þar sem kerrur eru notaðar.
The Lying Game Wendy Battles Anthony Hemingway 24.01.2007 14 - 61
Kvenn skemmtikraftur finnst látin á karlaklósetti á fínu hóteli. Rannsóknin leiðir í ljós að fórnarlambið átti í sambandi við þingmann á öðru hóteli stuttu áður. Hinu megin í bænum finnst lík af manni í saltbíl. Lindsay snýr aftur til Montana til þess að vitna í þreföldu morði.
Some Buried Bones Noah Nelson Rob Bailey 07.02.2007 15 - 62
Mac og Hawkes rannsaka dauða háskólastúdents og læra um leynifélag hans. Danny og Stella rannsaka dauða öryggisvarðar hjá fínni búð og telja að atvinnuþjófur sé aðalsökudólgurinn. Söngkonan Nelly Furtado er gestaleikari.
Heart of Glass Bill Haynes og Pam Veasey David Jackson 14.02.2007 16 - 63
Tónlistarframleiðandi finnst myrtur í þakíbúð sinni. Mac, Stella og liðið verða að notast við eina vitnið sem er systir fórnarlambsins. Stella særist við vinnu sína á glæpavettvangi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hana. Danny reynir að finna út hvernig ung kona lést í baðkari sínu.
The Ride-In Peter M. Lenkov Steven DePaul 21.02.2007 17 - 64
Maður finnst látinn í ónýtu húsi undir hrúgu af peningum. Í bakgarðinum þá finna CSI liðið örk fulla af dýrum og átta manns. Í borginni þá finnst maður klæddur sem sígaretta látinn fyrir utan tóbaksfyrirtæki. Stella segir Mac að hún gæti verið smituð af HIV eftir slys á glæpavettvangi.
Sleight Out of Hand John Dove og Zachary Reiter Rob Bailey 28.02.2007 18 - 65
Kona finnst söguð í tvennt í yfirgefnu leikhúsi. Rannsókn leiðir í ljós að fórnarlambið vann fyrir frægan sjónhverfingamann. Í Montana, þá á Lindsay erfitt með að vitna og muna eftir morðunum fyrir 10 árum síðan, þegar þrjár af bestu vinkonum hennar voru myrtar á kaffihúsi.
A Daze of Wine and Roaches Timothy J. Lea og Daniele Nathanson Oz Scott 21.03.2007 19 - 66
Mac og Stella rannsaka morð í veislu á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Danny og Lindsay rannsaka morð á veitingahúsaeiganda sem hafði verið stunginn til bana í vínkjallara nýja veitingahúsi hans.
What Schemes May Come Bruce Zimmerman Christine Moore 11.04.2007 20 - 67
Líki er stolið úr bíl líkskoðara og CSI liðið rekst á rannsóknarstofu sem gerir tilraunir með fólk. CSI liðið rannsaka tvö önnur mál: maður í miðaldabúningi sem er rekinn í gegn með priki og maður sem er stunginn til bana með ísstingi á fínu hótelherbergi. Stella biður Mac um að kaupa tæki til þess að gera DNA tilraun til að athuga hvort hún sé HIV smituð.
Past Imperfect Wendy Battles Oz Scott 25.04.2007 21 - 68
Raðmorðingji gengur laus eftir að Mac handtekur lögreglumanninn sem setti hann í fangelsi, sem byrjar síðan að drepa aftur. CSI liðið rannsakar morð á manni sem var eitraður af bróður sínum og kærustu með rísin (Ricin). Á meðan þá kemst Stella að því að hún er HIV neikvæð.
Cold Reveal Pam Veasey og Sam Humprey Marshall Adams 02.05.2007 22 - 69
Stella verður hinn grunaði í gömlu morðmáli frá Philadelphia þegar rannsóknarfulltrúinn Scotty Valens (Danny Pino) kemur til New York. Á meðan þá er ferill Macs í hættu þegar innherjarannsókn er opnuð gegn honum. Söguþráðsskipti verða á milli CSI: NY og Cold Case.
Comes Around Daniele Nathanson og Pam Veasey Rob Bailey 09.05.2007 23 - 70
Tennisstjarnan John McEnroe er sökuð um morð, þrátt fyrir góða fjarvistarsönnun. Rannsókn Mac leiðir hugsanlega til pólitískstorms sem gæti endað feril hans.
Snow Day Pam Veasey og Peter M. Lenkov Duane Clark 16.05.2007 24 - 71
Eftir stærsta eiturlyfjafund í sögu New York borgar, þá verða Mac og CSI liðið að nota alla sína krafta, þegar eiturlyfjabarón ræðst á CSI rannsóknarstofuna til þess að ná í eiturlyfin sem fundust fyrr um daginn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]