Anna Belknap
Anna Belknap | |
---|---|
Fædd | Anna C. Belknap 22. maí 1972 |
Ár virk | 1996 - |
Helstu hlutverk | |
Lindsay Monroe í CSI: NY |
Anna Belknap (fædd Anna C. Belknap, 22. maí 1972) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem Lindsay Monroe.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Belknap fæddist í Damariscotta, Maine í Bandaríkjunum. Útskrifaðist frá Lincoln Academy í Newcastle, Maine. Fékk B.A. gráðu sína frá Middlebury College í Vermont og Masters gráðu í Leik frá American Conservatory Theater.
Belknap er meðlimur að Rude Mechanicals Theater Co., í New York.
Fékk San Diego Theater Critics Circle Craig Noel verðlaunin fyrir Bestan leik sem „Marina“ í Globe Theater-uppfærslunni af Pericles eftir Shakespeare.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Belknap var í sjónvarpsþættinum Homicide: Life on the Street (1996), síðan þá hefur hún verið gestaleikari í mörgum sjónvarpsþáttum á borð við: Deadline, Law & Order: Special Victims Unit og Without a Trace.
Belknap var árið 2003 boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum The Handler sem Lily. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Medical Investigation sem Eva Rossi og var hluti af til endaloka seríunnar. Henni var boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY árið 2005 sem Lindsay Monroe og hefur verið ein af aðalleikurunum síðan þá.
Belknap hefur komið fram í leikhúsum á borð við: Mark Taper Forum, Globe Theater, Huntington Theatre, Westport Country Playhouse og Williamstown Theatre hátíðinni.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2005 | The Realtiy Trap | Tracy | |
2005 | Alchemy | Marissa | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1996 | Homicide: Life on the Street | Julia Pfeiffer | Þáttur: Work Related |
1999 | Law & Order | Jessica Buehl | Þáttur: Hate |
1999 | Trinity | Kona | Þáttur: Having Trouble with the Language |
2000-2001 | Deadline | Chase | 4 þættir |
2001 | Law & Order: Special Vicims Unit | Sarah Kimmel | Þáttur: Mahunt |
2001 | The Education of Max Bickford | Mimi Askew | Þáttur: Do It Yourself |
2003-2004 | The Handler | Lily | 16 þættir |
2004 | The Jury | Karen Linney | Þáttur: The Boxer |
2004-2005 | Medical Investigation | Eva Rossi | 20 þættir |
2005 | The Comeback | Sarah Peterman | Þáttur: Valerie Does Another Classic Leno |
2005 | Without a Trace | Paige Hobson | 2 þættir |
2005- | CSI: NY | Lindsay Monroe Messer | 135 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Anna Belknap“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 09. apríl 2011.
- Anna Belknap á IMDb
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Anna Belknap á IMDb
- http://www.cbs.com/primetime/csi_ny/bio/anna_belknap/bio.php Geymt 9 febrúar 2010 í Wayback Machine Anna Belknap á heimasíðu CSI: NY á CBS
- http://csinywiki.cbs.com/page/Anna+Belknap Geymt 20 febrúar 2008 í Wayback Machine Anna Belknap á CSI Wikisíðu CBS