Melina Kanakaredes
Melina Kanakaredes | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Melina Eleni Kanakaredes 23. apríl 1967 |
Ár virk | 1987 - |
Helstu hlutverk | |
Eleni Andros Cooper í The Guiding Light Stella Bonasera í CSI: NY Dr. Sydney Hansen í Providence |
Melina Kanakaredes (fædd Melina Eleni Kanakaredes, 23. apríl 1967) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: NY, The Guiding Light og Providence.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Kanakaredes fæddist í Akron, Ohio í Bandaríkjunum og er af grískum uppruna, ásamt því að vera altalandi á grísku.
Kanakaredes stundaði nám við Ohio State háskólann í tónlist, dansi og leikhúsi en fluttist síðan yfir til Point Park College. Útskrifaðist hún frá Point Park College í Pittsburg, Pennsylvaníu með B.A. gráðu í leiklistum.[1]
Kanakaredes fluttist til New York eftir útskrift þar sem hún reyndi fyrir sér sem leikari í Broadway leikritum.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Kanakaredes var í kvikmyndinni Carts frá árinu 1987. Síðan þá hefur hún leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Fyrsta hlutverk Kanakaredes í sjónvarpi var í sjónvarpsþættinum The Guiding Light sem Eleni Andros Spaulding Cooper frá 1991-1995. Var hún tilnefnd tvisvar sinnum til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt.
Frægustu hlutverk hennar í sjónvarpi er fyrir hlutverk sitt sem Dr. Sydney Hansen í Providence frá 1999-2002 og sem Stella Bonasera í CSI: NY frá 2004-2010. Kanakaredes yfirgaf CSI: NY eftir sex þáttaraðir.[2]
Hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The Long Kiss Goodnight, 15 Minutes og Percy Jackson & the Olympians: The Lightning Thief
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1987 | Carts | ónefnt hlutverk | |
1994 | Bleeding Hearts | Daphne | |
1996 | The Long Kiss Goodnight | Trin | |
1998 | Dangerous Beauty | Livia | |
1998 | Rounders | Barbara | |
2001 | 15 Minutes | Nicolette Karas | |
2010 | Percy Jackson & the Olympians: The Lightning Thief | Athena | |
2012 | Percy Jackson & the Olympians: The Sea of Monsters | Athena | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1991-1995 | The Guiding Light | Eleni Andros Cooper | 47 þættir |
1995 | Due South | Victoria Metcalf | 3 þættir |
1995 | New York News | Angela Villanova | ónefndir þættir |
1995 | NYPD Blue | Benita Alden | 5 þættir |
1997 | Leaving L.A. | Libby Galante | 6 þættir |
1997 | The Practice | Andrea Wexler | 2 þættir |
1998 | Oz | A.D.A. Marilyn Crenshaw | Þáttur: Great Men |
1998 | Saint Maybe | Rita | Sjónvarpsmynd |
1999-2002 | Providence | Dr. Sydney Hansen | 96 þættir |
2004 | CSI: Miami | Stella Bonasera | Þáttur: MIA/NYC Nonstop |
2005 | Into the Fire | Catrina/Sabrina Hampton | Sjónvarpsmynd |
2004-2010 | CSI: NY | Stella Bonasera | 140 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Daytime Emmy verðlaunin
- 1995: Tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki í drama seríu fyrir The Guiding Light
- 1994: Tilnefnd sem ung leikkona í aðalhlutverki í drama seríu fyrir The Guiding Light
Soap Opera Digest verðlaunin
- 1994: Tilnefnd sem heitasta kvennstjarnan fyrir The Guiding Light
- 1992: Tilnefnd sem kvenn nýstjarna í drama seríu fyrir The Guiding Light
TV Guide verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í drama seríu fyrir Providence
- 2000: Verðlaun sem uppáhalds leikkona í drama seríu fyrir Providence
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Past Distinguished Alumni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2008. Sótt 10. apríl 2011.
- ↑ „US: Melina Kanakaredes leaves CSI: NY“. The Spy Report. Media Spy. 13. júlí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 16, 2010. Sótt apríl 10, 2011.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Melina Kanakaredes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. apríl 2011.
- Melina Kanakaredes á IMDb