Listi yfir CSI:NY (2. þáttaröð)
Útlit
Önnur þáttaröðin af CSI: NY var frumsýnd 28. september 2005 og sýndir voru 24 þættir.
Nýr aðalleikari byrjaði í þætti 3: Anna Belknap sem CSI Lindsay Monroe.
Tveir nýir aukaleikarar bættust við hópinn: Robert Joy sem réttarlæknirinn Sid Hammerback og A.J. Buckley sem rannsóknarstofu sérfræðingurinn Adam Ross.
Leikkonan Venassa Ferlito sem lék Aiden Burn kom aðeins fram í þrem þáttum.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Gary Sinise sem Mac Taylor
- Melina Kanakaredes sem Stella Bonasera
- Carmine Giovinazzo sem Danny Messer
- Vanessa Ferlito sem Aiden Burn (Þættir 1-2, 23)
- Hill Harper sem Sheldon Hawkes
- Eddie Cahill sem Donald (Don) Flack Jr.
- Anna Belknap sem Lindsay Monroe (Frá þætti 3-til dags)
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Robert Joy sem Sid Hammerback
- A.J. Buckley sem Adam Ross
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Summer In the City | Pam Veasey | David Von Ancken | 28.09.2005 | 1 - 24 |
Stella og Danny rannsaka skartgripahönnuð sem finnst látinn í 8 milljón dollara brjóstahaldara sem hann hannaði. Aiden byrjar að rannsaka nauðgunarmál sem byrjar að vera mjög persónulegt fyrir hana. Hawkes byrjar að vinna sem CSI rannsóknarmaður. | ||||
Grand Murder at Central Station | Zachary Reiter | Scott Lautanen | 05.10.2005 | 2 - 25 |
Mac og Hawkes rannsaka lát lýtalæknis sem er drepinn með lúti (lye) á Grand Central lestarstöðinni. Á meðan þá rannsaka Stella og Danny morð á blindri konu. Nauðgunarmál Aiden stoppar þegar engin sönnunargögn finnast gegn sökudólgnum. CSI liðið missir einn úr liðinu. | ||||
Zoo York | Peter M. Lenkov og Timothy J. Lea | Norberto Barba | 12.10.2005 | 3 - 26 |
Mac og Danny rannsaka lát manns sem hefur verið rifinn í sundur af tígrisdýri í Bronx dýragarðinum. Rannsóknin leiðir þá að kjötvinnslu með tengingu við mafíuna. Nýr CSI rannsóknarmaður kemur í staðinn fyrir Aiden. Hawkes og Stella rannsaka dauða ungrar stúlku sem finnst í hringekju. | ||||
Corporate Warriors | Andrew Lipsitz | Rob Bailey | 19.10.2005 | 4 - 27 |
Mac og CSI liðið rannsaka tvöfalt morð hjá olíufyrirtæki. Hawkes og Flack rannsaka dauða unglingstráks sem eyddi miklum tíma fyrir framan tölvuna sína. | ||||
Dancing with the Fishes | Eli Talbert | John Peters | 26.10.2005 | 5 - 28 |
Mac, Stella og Flack rannsaka dauða ungs dansara sem hafði unnið í lottói, við frekari rannsókn þá komast þau að því að mál þeirra tengjast dauða sporvagnsstjóra sem Lindsay er að rannsaka. Danny og Hawkes rannsaka dauða fisksala með son í ríkum einkaskóla. | ||||
Youngblood | Timothy J. Lea | Steven DePaul | 02.11.2005 | 6 - 29 |
Mac, Danny og Flack rannsaka dauða manns í lyftu með tengsl við barnakynlífshring. Stella og Hawkes rannsaka dauða manns í Central Park með alvarlegt ofnæmiskast, við frekari rannsókn komast þau að því að maðurinn er ekki sá sem hann segist vera. | ||||
Manhattan Manhunt | Elizabeth Devine, Anthony E. Zuiker og Ann Donahue | Rob Bailey | 09.11.2005 | 7 - 30 |
Seinni hluti af söguþráði sem byrjaði í CSI: Miami þættinu Felony Flight, Horatio Caine eltir Henry Darius til New York. Þegar Horatio og Mac finna Darius loksins þá kemst hann undan en skilur eftir sig sex lík. Mac og Horatio finna tengls á milli Darius og ríkrar fjölskyldu í New York. | ||||
Bad Beat | Zachary Reiter | Duane Clark | 16.11.2005 | 8 - 31 |
Mac og Stella rannsaka morð á pókespilara. Danny og Hawkes rannsaka morð á veðurfréttakonu. | ||||
City Of The Dolls | Pam Veasey | Norberto Barba | 23.11.2005 | 9 - 32 |
Unglingspiltur rekst á lík í búð fullri af brúðum. Fórnarlambið var eigandi brúðuspítala. Stella og Hawkes rannsaka andlát konu með krabbamein. | ||||
Jamalot | Andrew Lipsitz | Jonathan Glassner | 30.11.2005 | 10 - 33 |
Mac og Stella rannsaka dauða rúlluskautaspilara. Danny og Hawkes rannsaka dauða rithöfundar. | ||||
Trapped | Peter M. Lenkov | James Whitemore Jr. | 14.12.2005 | 11 - 34 |
Danny og Stella þurfa að nota nýjar aðferðir til að rannsaka dauða manns eftir að Danny festist inn í hræðsluherbergi (panic room) með fórnarlambinu. Á meðan þá rannsaka Mac, Hawkes og Lindsay morð á súludansara sem finnst í stórum ljóskastara. | ||||
Wasted | Pam Veasey og Bill Haynes | Jeff Thomas | 18.01.2006 | 12 - 35 |
Mac, Danny og Hawkes rannsaka dauða fatamótels eftir að hún fellur niður í miðri tískusýningu. Á meðan þá rannsaka Stella, Flack og Lindsay langveikansjúkling sem viðurkennir að hafa drepið lækni sinn. | ||||
Risk | John Dove og Anthony E. Zuiker | Rob Bailey | 25.01.2006 | 13 - 36 |
Á leiðinni heim eftir langan vinnudag, finnur Danny lík af ungum manni á lestarteinunum. Mac og Lindsay mæta á staðinn og reyna að komast að því hvort fórnarlambið hafi verið að leika sér á leistarteinunum eða verið hent þar eftir að hafa látist. | ||||
Stuck On You | Timothy J. Lea og Eli Talbert | Jonathan Glassner | 01.02.2006 | 14 - 37 |
Ríkur piparsveinn heldur partý fyrir listamann en endar á því að vera drepinn með örvi. | ||||
Fare Game | Zachary Reiter og Peter M. Lenkov | Kevin Dowling | 01.03.2006 | 15 - 38 |
Aðstoðarsaksóknari finnst myrtur í kirkjugarði sem leiðir CSI liðið að sérstökum leik sem tengist fólki um alla New Yorkborg. CSI liðið rannsakar einnig dauða konu sem leiðir þau að sérstöku veitingahúsi. | ||||
Cool Hunter | Daniele Nathanson | Norberto Barba | 08.03.2006 | 16 - 39 |
Kvennhúsvörður finnst látin í vatnstanki íbúðar sinnar. Öll sönnunargögnin leiðir CSI liðið að lækni sem býr í byggingunni, sem sver að hann hafi ekkert með málið að gera. Annað mál sem CSI liðið rannsakar er andlát manns á leikvelli í Washington Heights. | ||||
Necrophilia Americana | Andrew Lipsitz | Steven DePaul | 22.03.2006 | 17 - 40 |
Ungur drengur sem verður vitni að alvarlegu glæp á safni, ruglar saman raunveruleikanum við teiknimyndasögu sem hann er að lesa. CSI liðið á erfitt með að finna út ástæðuna bak við morðið þar sem fórnarlambið var ríkt. Á meðan þá rannsakar Danny dauða golfara sem finnst á byggingarsvæði. | ||||
Live Or Let Die | Pam Veasey, Gary Sinise og Michael Daly | Rob Bailey | 29.03.2006 | 18 - 41 |
Þegar þyrla sem inniheldur lifur handa sjúklingi er rænt af Manhattan spítala og unglæknir er drepinn í leiðinni. CSI liðið verður að finna ræningjana áður en sjúklingurinn deyr. Eina vitnið að ráninu er meðvitundarlaus þyrluflugmaður. Einu sönnunargögnin leiða CSI liðið að innanhúsmáli. Á meðan þá rannsaka Stella og Lindsay morð á veitingahúsaþjóni sem átti í kynlífs-símasambandi við kúnna veitingastaðarins sem hún vann hjá. | ||||
Super Men | Peter M. Lenkov og Pam Veasey | Steven DePaul | 12.04.2006 | 19 - 42 |
Stuttu eftir að hafa verið valinn í úrvalsdeild ruðningsboltans, finnst ung fótbolta stjarna myrt á hótelherbergi. | ||||
Run Silent, Run Deep | Anthony E. Zuiker | Rob Bailey | 19.04.2006 | 20 - 43 |
Mac er tilkynnt gegnum dularfullt símtal að lík af ungum manni er grafið á fótboltaleikvelli, við frekari rannsókn þá tengir CSI liðið málið við Tanglewood klíkuna sem verður síðan persónulegt fyrir Danny. | ||||
All Access | Timothy J. Lea og Anthony E. Zuiker | Norberto Barba | 26.04.2006 | 21 - 44 |
Bílstjóri rokkstjörnu finnst látinn fyrir utan Kid Rock tónleika. Stellu er haldið sem gísl í íbúð sinni af fyrrverandi kærasta sínum. | ||||
Stealing Home | Zachary Reiter | Oz Scott | 03.05.2006 | 22 - 45 |
Tvær konur mæta á glæpavettvang og segjast vera eiginkona fórnarlambsins. Rannsóknarmál verður persónulegt fyrir Lindsay þegar lík af ungri konu í hafmeyjubúning er frá heimabæ hennar. | ||||
Heroes | Eli Talbert | Anthony Hemingway | 10.05.2006 | 23 - 46 |
Mac og Danny rannsaka andlát sjóliða í Central Park. Stella, Lindsay og Hawkes rannsaka illa brunnið lík sem finnst í bíl. Við frekari rannsókn þá komast þau að því að fórnarlambið er Aiden Burn. | ||||
Charge of this Post | Timothy J. Lea | Rob Bailey | 17.05.2006 | 24 - 47 |
Mac, Lindsay og Flack eru kölluð að glæpavettvangi þar sem öryggisvörður hefur verið stunginn til bana. Þegar Mac fer að skoða náliggjandi hús þá finnur hann sprengju, en áður en hann og Flack ná að yfirgefa húsið þá springur sprengjan með þeim afleiðingum að Flack særist alvarlega. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: NY (season 2)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. janúar 2011.
- CSI: NY á Internet Movie Database
- CSI:NY Wiki Geymt 28 ágúst 2008 í Wayback Machine Listi fyir Seríu 2