Listi yfir CSI:Miami (6. þáttaröð)
Útlit
Sjötta þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 24. september 2007 og sýndir voru 21 þættir.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Aðeins 13 þættir voru gerðir áður en verkfall handritshöfunda hófst. Eftir að verkfallinu lauk, þá voru átta þættir gerðir til viðbótar.
Fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]Íslendingurinn Egill Örn Egilsson leikstýrir þáttunum Permanent Vacation, You May Now Kill the Bride og Down to the Wire.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- David Caruso sem Horatio Caine
- Emily Procter sem Calleigh Duquesne
- Adam Rodriguez sem Eric Delko
- Jonathan Togo sem Ryan Wolfe
- Rex Linn sem Frank Tripp
- Eva LaRue sem Natalia Boa Vista
- Khandi Alexander sem Alexx Woods (Þættir 1-19)
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Elizabeth Berkley sem Julia Winston (Þættir 13, 15, 16, og 21)
- Boti Ann Bliss sem Maxine Valera (Öll serían)
- Rory Cochrane sem Tim Speedle (Þáttur 4)
- Evan Ellingson sem Kyle Harmon (Þættir 1-3, 5, 7, 13, 15, 16, og 21)
- Brendan Fehr sem Dan Cooper (Öll serían)
- Sofia Milos sem Yelina Salas (Þættir 1 og 15)
- David Lee Smith sem Rick Stetler (Öll serían)
- Johnny Whitworth sem Jake Berkeley (Þættir 1 og 4)
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Dangerous Son | Marc Dube og Krystal Houghton | Sam Hill | 24.09.2007 | 1 - 122 |
Horatio rannsakar morð á skilorðsfulltrúa og kemst að því að sökudólgurinn er hugsanlega sonur hans sem hann vissi ekki af. | ||||
Cybe-lebrity | Corey Evett og Matt Partney | Matt Earl Beesley | 01.10.2007 | 2 - 123 |
Kærasti ungrar sundkonu er drepinn í miðju sundmóti, og kynnist CSI liðið stjörnuheimi internetsins. | ||||
Inside Out | Sunil Nayar og John Haynes | Gina Lamar | 08.10.2007 | 3 - 124 |
Þegar Kyle sonur Horatio týnist í fangaflutningum, þá þarf Horatio að nota allt sitt vald til þess að finna hann og koma í veg fyrir að glæpagengi noti hann gegn honum. | ||||
Bang, Bang, Your Debt | Brian Davidson og Barry O´Brien | Karen Gaviola | 15.10.2007 | 4 - 125 |
Ung kona deyr úr karbon-mónoxíð eitrun en maðurinn sem hún er með lifir af. | ||||
Deep Freeze | Elizabeth Devine | Sam Hill | 22.10.2007 | 5 - 126 |
Fræg amerísk fótboltastjarna er stungin til bana í miðju símtali við blaðamann. | ||||
Sunblock | Corey Miller | Christine Moore | 29.10.2007 | 6 - 127 |
Maður er kyrktur nálægt hótelsundlaug á meðan sólmyrkvi er í gangi. Sönnunargögn benda til þess að morðingjinn sé ekki mannlegur. Tólf tímum seinna, þá finnst kona myrt á samskonar hátt í íbúð sinni. | ||||
Chain Reaction | Brian Davidson, Matt Partney og Corey Evett | Scott Lautanen | 05.11.2007 | 7 - 128 |
Fyrirsæta deyr úr raflosti í miðri sýningu og rannsókn leiðir í ljós að um morð var að ræða en ekki slys. | ||||
Permanent Vaction | Barry O´Brien og Krystal Houghton | Egill Örn Egilsson | 12.11.2007 | 8 - 129 |
Unglingur er skotinn til bana í hótellyftu. | ||||
Stand Your Ground | Marc Dube og John Haynes | Joe Chappelle | 19.11.2007 | 9 - 130 |
Calleigh lendir í vandræðum þegar hún lendir í skotbardaga eftir vinnu. Á meðan, þá leiðir skotbardaginn lögregluna að öðru morði, sem tengist eiturlyfjasölu. | ||||
My Nanny | Corey Miller og Krystal Houghton | Jonathan Glassner | 26.11.2007 | 10 - 131 |
Barnfóstra ríkrar fjölskyldu er myrt í miðri veislu. Rannsókn leiðir í ljós að hún hafði verið rekin og 250,000 dollarar eru horfnir úr peningaskápnum. | ||||
Guerillas in the Mist | Barry O´Brien og Brian Davidson | Carey Meyer | 10.12.2007 | 11 - 132 |
Þrír vopnasmyglarar eru myrtir með nýju hátæknivopni sem kallast "The Vaporizer." | ||||
Miami Confidential | Marc Dube | Sam Hill | 17.12.2007 | 12 - 133 |
Við morðrannsókn á ungri konu, uppgötvar CSI liðið eiturlyfjaverksmiðju í íbúð hennar og alríkisfulltrúa með dularfulla fortíð. | ||||
Raising Caine | Sunil Nayar | Gina Lamar | 14.01.2008 | 13 - 134 |
Milljarðamæringur er myrtur á heimili sínu. Þegar Horatio mætir á staðinn þá verður hann hissa þegar hann sér að eiginkona mannsins er fyrrum ástkona hans og móðir sonar hans. | ||||
You May Know Kill the Bride | Barry O´Brien | Egill Örn Egilsson | 24.03.2008 | 14 - 135 |
CSI liðið rannsakar dauða brúðar sem leiðir þau að strippklúbbi. | ||||
Ambush | Corey Evett og Matt Partney | Sam Hill | 31.03.2008 | 15 - 136 |
CSI liðið finnur líkið af Kathleen Newberry, en peningarnir sem hún hafði meðferðis eru horfnir. Horatio lendir í vandræðum með Brasilíuferðina. Calleigh er rænt af einhverjum sem hún þekkir gegnum internetið. | ||||
All In | Krystal Houghton | Joe Chappelle | 01.04.2008 | 16 - 137 |
Ræningjar Calleighs vilja láta hana hylma yfir morði, á meðan CSI liðið er á fullu í því að reyna að finna hana. | ||||
To Kill A Predator | Brian Davidson | Matt Earl Beesley | 21.04.2008 | 17 - 138 |
CSI liðið reynir að stoppa morðingja sem eltir uppi og drepur internetklámfíkla. | ||||
Tunnel Vision | Tamara Jaron | Karen Gaviola | 28.04.2008 | 18 - 139 |
Lík finnst í niðurfalli og leiðir rannsóknin CSI liðið að ráni. | ||||
Rock and A Hard Place | Marc Dube | Gina Lamar | 05.05.2008 | 19 - 140 |
Þegar sonur Alexxs er sakaður um morð, þá reynir mikið á bæði hana og liðið sem endar með því að Alexx hættir sem réttarlæknir. | ||||
Down to the Wire | Sunil Nayar | Egill Örn Egilsson | 12.05.2008 | 20 - 141 |
Horatio og CSI liðið vinna gegn einkaspæjara (Tom Sizemore) sem reynir allt sem hann getur að eyðileggja liðið. Málið varðar mann sem er drepinn eftir grín neyðarsímtal. | ||||
Going Ballistic | Corey Miller | Sam Hill | 19.05.2008 | 21 - 142 |
Maður deyr eftir fall af háhýsi, þegar nýji réttarlæknirinn mætir á vettvang þá er hann skotinn til bana. Rannsóknin leiðir í ljós að fórnarlambið tengist ólöglegu vopnasmygli. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Miami (season 6)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. maí 2010.
- CSI: Miami á Internet Movie Database
- Heimasíða CSI: Miami á CBS sjónvarpsstöðinni