Listi yfir CSI:Miami (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötta þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 24. september 2007 og sýndir voru 21 þættir.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Aðeins 13 þættir voru gerðir áður en verkfall handritshöfunda hófst. Eftir að verkfallinu lauk, þá voru átta þættir gerðir til viðbótar.

Fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

Íslendingurinn Egill Örn Egilsson leikstýrir þáttunum Permanent Vacation, You May Now Kill the Bride og Down to the Wire.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Elizabeth Berkley sem Julia Winston (Þættir 13, 15, 16, og 21)
  • Boti Ann Bliss sem Maxine Valera (Öll serían)
  • Rory Cochrane sem Tim Speedle (Þáttur 4)
  • Evan Ellingson sem Kyle Harmon (Þættir 1-3, 5, 7, 13, 15, 16, og 21)
  • Brendan Fehr sem Dan Cooper (Öll serían)
  • Sofia Milos sem Yelina Salas (Þættir 1 og 15)
  • David Lee Smith sem Rick Stetler (Öll serían)
  • Johnny Whitworth sem Jake Berkeley (Þættir 1 og 4)

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Dangerous Son Marc Dube og Krystal Houghton Sam Hill 24.09.2007 1 - 122
Horatio rannsakar morð á skilorðsfulltrúa og kemst að því að sökudólgurinn er hugsanlega sonur hans sem hann vissi ekki af.
Cybe-lebrity Corey Evett og Matt Partney Matt Earl Beesley 01.10.2007 2 - 123
Kærasti ungrar sundkonu er drepinn í miðju sundmóti, og kynnist CSI liðið stjörnuheimi internetsins.
Inside Out Sunil Nayar og John Haynes Gina Lamar 08.10.2007 3 - 124
Þegar Kyle sonur Horatio týnist í fangaflutningum, þá þarf Horatio að nota allt sitt vald til þess að finna hann og koma í veg fyrir að glæpagengi noti hann gegn honum.
Bang, Bang, Your Debt Brian Davidson og Barry O´Brien Karen Gaviola 15.10.2007 4 - 125
Ung kona deyr úr karbon-mónoxíð eitrun en maðurinn sem hún er með lifir af.
Deep Freeze Elizabeth Devine Sam Hill 22.10.2007 5 - 126
Fræg amerísk fótboltastjarna er stungin til bana í miðju símtali við blaðamann.
Sunblock Corey Miller Christine Moore 29.10.2007 6 - 127
Maður er kyrktur nálægt hótelsundlaug á meðan sólmyrkvi er í gangi. Sönnunargögn benda til þess að morðingjinn sé ekki mannlegur. Tólf tímum seinna, þá finnst kona myrt á samskonar hátt í íbúð sinni.
Chain Reaction Brian Davidson, Matt Partney og Corey Evett Scott Lautanen 05.11.2007 7 - 128
Fyrirsæta deyr úr raflosti í miðri sýningu og rannsókn leiðir í ljós að um morð var að ræða en ekki slys.
Permanent Vaction Barry O´Brien og Krystal Houghton Egill Örn Egilsson 12.11.2007 8 - 129
Unglingur er skotinn til bana í hótellyftu.
Stand Your Ground Marc Dube og John Haynes Joe Chappelle 19.11.2007 9 - 130
Calleigh lendir í vandræðum þegar hún lendir í skotbardaga eftir vinnu. Á meðan, þá leiðir skotbardaginn lögregluna að öðru morði, sem tengist eiturlyfjasölu.
My Nanny Corey Miller og Krystal Houghton Jonathan Glassner 26.11.2007 10 - 131
Barnfóstra ríkrar fjölskyldu er myrt í miðri veislu. Rannsókn leiðir í ljós að hún hafði verið rekin og 250,000 dollarar eru horfnir úr peningaskápnum.
Guerillas in the Mist Barry O´Brien og Brian Davidson Carey Meyer 10.12.2007 11 - 132
Þrír vopnasmyglarar eru myrtir með nýju hátæknivopni sem kallast "The Vaporizer."
Miami Confidential Marc Dube Sam Hill 17.12.2007 12 - 133
Við morðrannsókn á ungri konu, uppgötvar CSI liðið eiturlyfjaverksmiðju í íbúð hennar og alríkisfulltrúa með dularfulla fortíð.
Raising Caine Sunil Nayar Gina Lamar 14.01.2008 13 - 134
Milljarðamæringur er myrtur á heimili sínu. Þegar Horatio mætir á staðinn þá verður hann hissa þegar hann sér að eiginkona mannsins er fyrrum ástkona hans og móðir sonar hans.
You May Know Kill the Bride Barry O´Brien Egill Örn Egilsson 24.03.2008 14 - 135
CSI liðið rannsakar dauða brúðar sem leiðir þau að strippklúbbi.
Ambush Corey Evett og Matt Partney Sam Hill 31.03.2008 15 - 136
CSI liðið finnur líkið af Kathleen Newberry, en peningarnir sem hún hafði meðferðis eru horfnir. Horatio lendir í vandræðum með Brasilíuferðina. Calleigh er rænt af einhverjum sem hún þekkir gegnum internetið.
All In Krystal Houghton Joe Chappelle 01.04.2008 16 - 137
Ræningjar Calleighs vilja láta hana hylma yfir morði, á meðan CSI liðið er á fullu í því að reyna að finna hana.
To Kill A Predator Brian Davidson Matt Earl Beesley 21.04.2008 17 - 138
CSI liðið reynir að stoppa morðingja sem eltir uppi og drepur internetklámfíkla.
Tunnel Vision Tamara Jaron Karen Gaviola 28.04.2008 18 - 139
Lík finnst í niðurfalli og leiðir rannsóknin CSI liðið að ráni.
Rock and A Hard Place Marc Dube Gina Lamar 05.05.2008 19 - 140
Þegar sonur Alexxs er sakaður um morð, þá reynir mikið á bæði hana og liðið sem endar með því að Alexx hættir sem réttarlæknir.
Down to the Wire Sunil Nayar Egill Örn Egilsson 12.05.2008 20 - 141
Horatio og CSI liðið vinna gegn einkaspæjara (Tom Sizemore) sem reynir allt sem hann getur að eyðileggja liðið. Málið varðar mann sem er drepinn eftir grín neyðarsímtal.
Going Ballistic Corey Miller Sam Hill 19.05.2008 21 - 142
Maður deyr eftir fall af háhýsi, þegar nýji réttarlæknirinn mætir á vettvang þá er hann skotinn til bana. Rannsóknin leiðir í ljós að fórnarlambið tengist ólöglegu vopnasmygli.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]