Emily Procter

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Emily Procter

FæðingarnafnEmily Mallory Procter
Fædd 8. október 1968 (1968-10-08) (53 ára)
Búseta Raleigh, Norður-Karólína, Bandaríkin
Ár virk 1995 -
Helstu hlutverk
Calleigh Duquesne í CSI: Miami
Ainsley Hayes í The West Wing

Emily Mallory Procter (fædd 8. október 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Miami og The West Wing.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Procter er fædd og uppalin í Raleigh, Norður Karólínu. Útskrifaðist hún frá Ravenscroft School í Raleigh. Á meðan hún var við nám við East Carolina háskólann þá var hún meðlimur Alpha Delta Pi.[1] Eftir að hún fékk gráðu sína í blaðamennsku og dansi, þá fékk hún vinnu sem sjónvarpsveðurfréttamaður á WNCT-TV sjónvarpsstöðinni í Greenville, Norður-Karólínu.

Kom hún fram í Live Earth árið 2007, þar sem hún las (ásamt öðrum leikkonum) ritgerð skrifuð af Michelle Gardner-Quin þegar Gardner-Quinn var nemi við Vermont háskólann.[2]

Procter hefur haldið einkalífi sínu vel frá fjölmiðlum. Henni finnst gaman að ferðast með systur sinni, sem er atvinnukokkur, þá finnst henni gaman að hlaupa tvo tíma á dag, fimm sinnum í viku og hefur hún tekið þátt í mörgum hlaupum og maraþonum. Hún er mikill pókerspilari og lærði hún að gera það frá unga aldri og hefur hún tekið þátt í pókermótum.[3]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa fluttst til Los Angeles, þá útvegaði faðir hennar peninga til þess að stunda leikaranám í tvö ár. Áður en hún útskrifaðist, þá hafðu hún fengið smáhlutverk í myndum á borð við Jerry Maguire og Breast Men, þar sem hún lék á móti David Schwimmer og Chris Cooper. Kom hún einnig fram í þriðju seríu af Lois & Clark: The New Adventures of Superman, þar sem hún lék Lana Lang, þá fyrsta ljóshærða leikkonan til þessa. Einnig kom hún stuttlega fram í sjónvarpsmyndinni The Dukes of Hazzard: Reunion! sem Mavis. Lék hún líka í Body Shots sem Whitney.

Þá lék aukahlutverk sem aðstoðar Hvíta Húss lögfræðingurinn Ainsley Hayes í The West Wing. Þá kom hún fram sem ástarhugarefni fyrir Joey í Friends.

Hún er góð vinkona CSI: Crime Scene Investigation leikkonunnar Jorja Fox, sem ýtti henni út í það að taka hlutverkið sem Calleigh Duquesne í CSI: Miami, sem hún lék frá 2002-2012.[4]

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1995 Leaving Las Vegas Debbie
1996 Tom Clancy SSN Sally Jarvis Tölvuleikur
1996 Crosscut Counter stelpa
1996 Jerry Maguire Fyrrverandi kærasta
1997 The Dukes of Hazzard: Reunion Mavis Sjónvarpsmynd
1997 The Girl Gets Moe Tammy
1997 Family Plan Julie Rubins
1997 Breast Men Laura Pierson
1999 Guinevere Susan Sloane
1999 Kingdom Come ónefnt hlutverk
1999 Body Shots Whitney Bryant
1999 Forever Fabulous Tiffany Dawl
1999 The Big Tease Hin unga Valhenna kona sem Emily Proctor
2001 Submerged Frances Naquin Sjónvarpsmynd
2004 CSI: Miami Calleigh Duquesne Tölvuleikur
2006 Big Momma´s House 2 Leah Fuller
2008 Turnover Lillian Chait Stuttmynd
2010 Barry Munday Deborah
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1995 Platypus Man Mindy Þáttur: NYPD Nude
1995 Renegade Brenda Þáttur: Living Legend
sem Emily Proctor
1995 Fast Company Roz Epstein Sjónvarpsmynd
1995 Friends Annabel Þáttur: The One with the Breast Milk
1996 Lois & Clark: The New Adventure of Superman Lana Lang Þáttur: Tempys, Anyone?
1997 Just Shoot Me Sjónvarpsþulur Þáttur: Back Issues
1997 Early Edition Colleen Damski Þáttur: A Regular Joe
2002 CSI: Crime Scene Investigation Calleigh Duquesne Þáttur: Cross-Jurisdictions
2000-2006 The West Wing Ainsley Hayes 12 þættir
2002 – 2012 CSI: Miami Calleigh Duquesne 232 þættir

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Accomplished Alpha Delta Pi Members in Arts and Entertainment“. Alpha Delta Phi. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2009. Sótt 6. september 2009.
  2. YouTube - This I Believe
  3. „Emily Procter: Fun, Fearless Female“. Cosmopolitan. Afrit af [www.cosmopolitan.com upprunalegu] geymt þann 1. janúar 2006. Sótt 27. maí 2009.
  4. Evelyn Teo (4. september 2005). „Procter prospers“. www.star-ecentral.com. Sótt 24. nóvember 2007.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]