Rory Cochrane
Rory Cochrane | |
---|---|
Fæddur | Rory K. Cochrane 28. febrúar 1972 |
Ár virkur | 1991 - |
Helstu hlutverk | |
Tim Speedle í CSI: Miami |
Rory Cochrane (fæddur 28. febrúar 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Dazed and Confused, Empire Records og CSI: Miami.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Cochrane fæddist í Syracuse, New York en er alinn upp á Englandi. Cochrane flutti aftur til Bandaríkjanna til þess að stunda nám í New York borg og lærði við dramadeildina við Fiorello H. LaGuardia High School of Music & Art and Performing Arts.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk hans var í heimildarmynd um eiturlyf í Saturday Night með Connie Chung (1989) og í þætti af H.E.L.P. (1990).
A Kiss Before Dying er fyrsta kvikmynd hans, þar sem hann kom fram í aðeins 15 sekúndur og eftir það kom hlutverk hans sem sonur Jeff Goldblums í Fathers and Sons.
Cochrane lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Empire Records og Dazed and Confused, og kom fram í Hart's War með Bruce Willis og Colin Farrell.
Árið 2002 fékk hann hlutverk sem Tim Speedle í CSI: Miami en hann yfirgaf þáttinn í þriðju þáttaröð. Cochrane endurtók hlutverk sitt sem Tim Speedle í CSI: Miami þættinum „Bang, Bang, Your Debt“, sem ímyndun hjá Eric Delko.
Lék hann persónuna Greg Seaton í sjöundu þáttaröð af 24 með Jon Voight.[1]
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1991 | A Kiss Before Dying | Chico | |
1992 | Fathers & Sons | Ed | |
1993 | Dazed and Confused | Ron Slater | |
1994 | Love and a. 45 | Billy Mack Black | |
1995 | Empire Records | Lucas | |
1995 | The Low Life | John | |
1997 | Dogtown | Curtis Lasky | |
1998 | The Adventures of Sebastian Cole | Chinatown | |
1999 | Flawless | Pogo | |
1999 | Black and White | Chris O´Brien | |
2000 | Sunset Strip | Felix | |
2000 | The Prime Gig | Joel | |
2001 | Southlander: Diary of a Desperate Musician | Chance | |
2002 | Hart´s War | Sgt. Carl S. Webb | |
2004 | CSI: Miami | Tim Speedle | Tölvuleikur Talaði inn á |
2006 | Right at Your Door | Brad | |
2006 | A Scanner Darkly | Charles Freck | |
2009 | Public Enemies | Alríkisfulltrúinn Carter Baum | |
2010 | Passion Play | Rickey | |
2011 | Bringing up Bobby | Walt | |
2012 | Argo | Lee Schatz | |
2014 | Oculus | Alan Russell | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1990 | H.E.L.P. | Barn nr. 2 | Þáttur: Fire Down Below |
1997 | The Last Don | Dante Clericuzio | Sjónvarps míni-sería |
2002 | CSI: Crime Scene Investigation | Tim Speedle | Þáttur: Cross-Jurisdictions |
2007 | The Company | Yevgeny Tsipin | 6 þættir |
2002-2007 | CSI: Miami | Tim Speedle | 50 þættir |
2009 | 24 | Greg Seaton | 7 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „[[TV Guide]] television report“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2008. Sótt 4. mars 2010.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Rory Cochrane“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. mars 2010.
- Rory Cochrane á IMDb