Fara í innihald

Rory Cochrane

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rory Cochrane
FæddurRory K. Cochrane
28. febrúar 1972 (1972-02-28) (52 ára)
Ár virkur1991 -
Helstu hlutverk
Tim Speedle í CSI: Miami
Rory Cochrane árið 2012.

Rory Cochrane (fæddur 28. febrúar 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Dazed and Confused, Empire Records og CSI: Miami.

Cochrane fæddist í Syracuse, New York en er alinn upp á Englandi. Cochrane flutti aftur til Bandaríkjanna til þess að stunda nám í New York borg og lærði við dramadeildina við Fiorello H. LaGuardia High School of Music & Art and Performing Arts.

Fyrsta hlutverk hans var í heimildarmynd um eiturlyf í Saturday Night með Connie Chung (1989) og í þætti af H.E.L.P. (1990).

A Kiss Before Dying er fyrsta kvikmynd hans, þar sem hann kom fram í aðeins 15 sekúndur og eftir það kom hlutverk hans sem sonur Jeff Goldblums í Fathers and Sons.

Cochrane lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Empire Records og Dazed and Confused, og kom fram í Hart's War með Bruce Willis og Colin Farrell.

Árið 2002 fékk hann hlutverk sem Tim Speedle í CSI: Miami en hann yfirgaf þáttinn í þriðju þáttaröð. Cochrane endurtók hlutverk sitt sem Tim Speedle í CSI: Miami þættinum „Bang, Bang, Your Debt“, sem ímyndun hjá Eric Delko.

Lék hann persónuna Greg Seaton í sjöundu þáttaröð af 24 með Jon Voight.[1]

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1991 A Kiss Before Dying Chico
1992 Fathers & Sons Ed
1993 Dazed and Confused Ron Slater
1994 Love and a. 45 Billy Mack Black
1995 Empire Records Lucas
1995 The Low Life John
1997 Dogtown Curtis Lasky
1998 The Adventures of Sebastian Cole Chinatown
1999 Flawless Pogo
1999 Black and White Chris O´Brien
2000 Sunset Strip Felix
2000 The Prime Gig Joel
2001 Southlander: Diary of a Desperate Musician Chance
2002 Hart´s War Sgt. Carl S. Webb
2004 CSI: Miami Tim Speedle Tölvuleikur
Talaði inn á
2006 Right at Your Door Brad
2006 A Scanner Darkly Charles Freck
2009 Public Enemies Alríkisfulltrúinn Carter Baum
2010 Passion Play Rickey
2011 Bringing up Bobby Walt
2012 Argo Lee Schatz
2014 Oculus Alan Russell Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1990 H.E.L.P. Barn nr. 2 Þáttur: Fire Down Below
1997 The Last Don Dante Clericuzio Sjónvarps míni-sería
2002 CSI: Crime Scene Investigation Tim Speedle Þáttur: Cross-Jurisdictions
2007 The Company Yevgeny Tsipin 6 þættir
2002-2007 CSI: Miami Tim Speedle 50 þættir
2009 24 Greg Seaton 7 þættir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „[[TV Guide]] television report“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2008. Sótt 4. mars 2010.