Listi yfir CSI:Miami (3. þáttaröð)
Útlit
Þriðja þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 20. september 2004 og sýndir voru 24 þættir.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- David Caruso sem Horatio Caine
- Emily Procter sem Calleigh Duquesne
- Adam Rodriguez sem Eric Delko
- Khandi Alexander sem Alexx Woods
- Sofia Milos sem Yelina Salas
- Jonathan Togo sem Ryan Wolfe (þættir 3-5, gestaleikari; 6-24)
- Rory Cochrane sem Tim Speedle (Þáttur 1)
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Lost Son | Ann Donahue og Elizabet Devine | Duane Clark | 20.09.2004 | 1 - 49 |
CSI liðið missir meðlim, þegar liðið uppgvötar lík viðskiptamanns um borð í tómri skútu sem siglir á brú. Svo virðist sem maðurinn hafi verið að borga lausnargjald fyrir son sinn sem hafði verið rænt. | ||||
Pro Per | John Haynes og Steven Maeda | Karen Gaviola | 27.09.2004 | 2 - 50 |
Kona deyr í skotárás í partýi þegar maður skýtur á gestina frá hraðbáti. Þegar fyrrverandi fangi er handtekinn og ákveður svo að vera sinn eiginn lögfræðingur, þá vandast málið sérstaklega þegar eina vitnið að skotárásinni er ungur sonur konunnar sem lést, sem Horatio vill vernda með öllum brögðum. | ||||
Under the Influence | Marc Dube og Corey Miller | Scott Lautanen | 04.10.2004 | 3 - 51 |
CSI liðið eltir uppi morðingja konu sem er ýtt fyrir framan strætó. Alexx finnur marblett sem líkist handafari á bakinu, sem sannar að henni hafi verið ýtt og kærasti hennar, Jay Seaver, verður aðalsökudólgurinn. Þegar einn af samstarfsmönnum Jays finnst látinn, þá ljóstrar hann upp að hann á brjálaðan aðdáenda, Claudia. Á meðan þá biður pabbi Calleighs hana um hjálp þegar hann heldur að hann hafi drepið einhvern eftir ölvunarakstur, og Horatio lætur hinn nýja CSI, Ryan Wolfe, í það að rannsaka málið. | ||||
Murder in a Flash | Anna McGrail og Sunil Nayar | Fred Keller | 11.10.2004 | 4 - 52 |
Fjölda-email og textaskilaboð setja af stað stóra samkomu stúdenta á gólfvelli. Þegar hópurinn hverfur svo, þá finnst lík af menntaskólanema. | ||||
Legal | Michael Ostrowski og Ildy Modrovich | Duane Clark | 18.10.2004 | 5 - 53 |
18 ára stúlka finnst stungin til bana á baðherbergi á vinsælum skemmtistað. Horatio kemst að því að fórnarlambið aðstoðaði Áfengisstofnunina (Alcohol Beverage Control), við að fylgjast með unglingadrykkju á skemmtistöðum. Málið verður flóknara, þegar annað fórnarlamb finnst í bíl nálægt skemmtistaðnum. | ||||
Hell Night | Steven Maeda og Corey Miller | Scott Lautanen | 25.10.2004 | 6 - 54 |
Eiginkona frægs hafnarboltaleikmanns finnst myrt á heimili þeirra og eiginmaðurinn er kærður fyrir morðið. Kviðdómurinn í málinu og hinn ákærði ásamt lögmanni, heimsækja glæpavettvanginn. Slökkt er á ljósunum til þess að sýna hvernig aðstæður voru kvöldið sem ódæðið gerðist. Þegar kveikt er aftur á ljósunum þá finnst eiginmaðurinn myrtur með kjöthníf í hausnum og yfirlýsingu sem stendur á „sekur“. Á meðan, þá fær Horatio símtal frá Yelina, sem segir honum að sonur hennar, Ray, Jr., er týndur. | ||||
Crime Wave | Elizabeth Devine | 08.11.2004 | 08.11.2004 | 7 - 55 |
Stærðarinnar flóðbylgja er á leiðinni í áttina að Miami, tíu tíma aðvörun gefur íbúum tækifæri á því að yfirgefa borgina. Í miðjum átökunum, þá eru tvær manneskjur drepnar á bílastæði og sönnunargögn leiðir Horatio að því að óprúttnir einstaklingar ætla að ræna banka í miðjum fólksflutningum. Ryan og Alexx finna lík sem hefur skolað í burtu frá nærliggjandi kirkjugarði og lést ekki miðað hvað talið var í fyrstu. Á meðan, þá grunar Horatio að Yelina sé misnotuð líkamlega af kærasta sínum, innraeftirlitsmanninum Rick Stetler. | ||||
Speed Kills | Sunil Nayar og Marc Cube | Fred Keller | 15.11.2004 | 8 - 56 |
Morðrannsókn leiðir Horatio og liðið inn í heim hraðstefnumóta þegar maður finnst látinn fyrir utan stað sem nýlegt hraðstefnumót átti sér stað. | ||||
Pirated | Michael Ostrowski og Steven Maeda | Duane Clark | 22.11.2004 | 9 - 57 |
CSI liðið rannsakar nútíma sjónræningjarán út af ströndum Miami þegar sex lík finnast fljótandi í sjónum, öll föst saman með reipi. | ||||
After the Fall | Ildy Modrovich, Marc Dube og John Haynes | Scott Lautanen | 29.11.2004 | 10 - 58 |
CSI liðið rannsakar mál þegar gangandi vegfarandi lætur lífið eftir að karlmaður fellur af byggingu og lendir á honum en sá maður labbar í burtu af vettvangi. | ||||
Addiction | Charles Holland | Steven DePaul | 13.12.2004 | 11 - 59 |
Kona er drepin í hugsanlegu bílráni. Á meðan þá ræður Alex við gamlan alkólista sem líkmann og þarf að rannsaka það hvort hann sé sekur um að ræna frá hinum dauðu. | ||||
Shootout | Corey Miller og Sunil Nayar | Norberto Barba | 03.01.2005 | 12 - 60 |
Skotbardagi glæpagengja fer úr böndunum á bráðamóttöku og verður Horatio og liðið að komast að því hvaða glæpagengi tóku þátt í skotbardaganum. Á meðan þá rannsakar Ryan unga móður á bráðamóttökunni eftir að saga hennar varðandi barnið stenst ekki. | ||||
Cop Killer | Steven Maeda og Krystal Houghton | Jonathan Glassner | 17.01.2005 | 13 - 61 |
Við venjulegt umferðarstop þá er lögreglumaður skotinn til bana. Eina vitnið að atburðinum var unglingur sem var í bílnum með lögreglunni en er núna týndur. | ||||
One Night Stand | Michael Ostrowski og John Haynes | Greg Yaitanes | 07.02.2005 | 14 - 62 |
CSI liðið uppljóstrar um stórfenglegt fölsunarmál þegar starfsmaður hótels finnst myrtur. Á meðan þá rannsakar Calleigh konu sem hverfur og finnst síðan látin eftir að hafa verið í partýi með eiginmanni sínum. | ||||
Identity | Ann Donahue og Ildy Modrovich | Gloria Muzio | 14.02.2005 | 15 - 63 |
Þegar CSI liðið rannsakar andlát konu sem hafði verið gleypt í heilu lagi og drepin af risastórum snáki, þá uppgvöta þau ólöglegan smyglhring. Á meðan þá þarf Wolfe að komast að því sanna hvort tvær konur sem segjast vera saman kona eru að segja sannleikann og hver þeirra er rétta konan. | ||||
Nothing to Lose | Elizabeth Devine og Marc Dube | Karen Gaviola | 21.02.2005 | 16 - 64 |
Sönnunargögn leiða CSI liðið að því að einhver byrjaði stóran eldsvoða til þess að hylma yfir morði. Fangar eru látnir hjálpa til við að slökkva eldinn en þegar raðmorðingji sleppur, þá verður Horatio að elta hann uppi áður en hann drepur aftur. Á meðan finnst lík af háskólanema sem var skotinn til bana og eldurinn hefur eyðilagt öll sönnunargögn á staðnum. | ||||
Money Plane | Sunil Nayar og Steven Maeda | Scott Lautanen | 07.03.2005 | 17 - 65 |
Einhver með leysigeisla blindar flugmann með þeim afleiðingum að flugvélin brotlendir með 1,2 billjónir dollara í farteskinu. Á vettvangi þá finnst ung rík kona sem virðist hafa verið um borð í flugvélinni þegar hún brotlenti en var látin áður en slysið gerðist. Á meðan þá vinnur Calleigh rannsóknarmál með fyrrverandi kærasta sínum rannsóknarfulltrúanum Hagen og gæti ástarmál þeirra orðið að vandamáli í rannsóknarmálinu. | ||||
Game Over | Michael Ostrowski og Corey Miller | Jonathan Glassner | 21.03.2005 | 18 - 66 |
Tölvuleikjaprófari og brettamaður finnst látinn eftir að hafa verið að prófað tölvuleik. | ||||
Sex & Taxes | Ildy Modrovich og Brian Davidson | Scott Shiffman | 11.04.2005 | 19 - 67 |
Starfsmaður skattstofunnar er drepin þegar hann er að taka yfir eignir fólks. Stuttu síðar þá uppgvötar CSI liðið að annar starfsmaður stofnunarinnar var skotinn til bana. Svo virðist sem einhver er að drepa starfsmenn skattstofunnar. | ||||
Killer Date | Elizabeth Devine og John Haynes | Karen Gaviola | 18.04.2005 | 20 - 68 |
Líf Horatios breytist þegar hann kemst að mikilvægum upplýsingum um látinn bróður sinn. Verður hann að finna út hvað hann eigi að gera við þessar upplýsingar og hvort hann eigi að segja Yelinu frá því. Á meðan þá rannsakar liðið konu sem var myrt á bar sem var fullur af fólki og eftir að hafa hitt starfsmann fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að hjálpa mönnum að hitta konur. Síðan lendir Delko í því að týna skildi sínum eftir óheiðarlega framkomu og síðan er skjöldurinn hans notaður á vettvangi glæps og verður hann að finna það áður en það er notað aftur. | ||||
Recoil | Steven Maeda og Marc Cube | Joe Chappelle | 02.05.2005 | 21 - 69 |
Eftir erfiða forræðisbaráttu, þá verður skotbardagi fyrir utan dómshúsið,og skotmarkið er móðir stúlkunnar. Á sama tíma þá birtist pabbi Calleighs á rannsóknarstofunni og biður um aðstoð. | ||||
Vengeance | Corey Miller og Sunil Nayar | Norberto Barba | 09.05.2005 | 22 - 70 |
Þegar fyrrverandi menntaskóla stjarna í amerískum fótbolta finnst myrt á endurfundi skólans. Á meðan þá koma Horatio og Delko á glæpavettvang sem hefur þegar verið rannsakaður sem leiðir Horatio að nýjum upplýsingum um bróður hans sem benda til að hann sé á lífi. | ||||
Whacked | Ann Donahue, Elizabeth Devine og Ildy Modrovich | Scott Lautanen | 16.05.2005 | 23 - 71 |
Axarmorðingji á dauðadeild fær annað tækifæri aðeins stuttu áður en taka átti hann af lífi, á þeim grundvelli að DNA sönnunargögnin voru ónýt í dómsmáli hans. Án þess að nota DNA sýni þá veður CSI liðið að finna ný sönnunargögn gegn honum, á sama tíma þá er CSI liðið kallað að glæpavettvangi sem líkist því máli sem þau eru nú þegar að rannsaka. | ||||
10-7 | Ann Donahue, Elizabeth Devine og Michael Ostrowski | Joe Chappelle | 23.05.2005 | 24 - 72 |
Þegar CSI liðið rannsakar morð á manni sem var ráðinn til þess að búa til sprengju fyrir hryðjuverkamenn í Miami, Horatio finnur blóðugt fingrafar bróður síns, Raymond, sem hann taldi að væri látinn. Þegar sýni Raymonds er rænt, þá kemur hann fram í dagsljósið og verða bræðurnir að vinna saman til þess að bjaga stráknum. Á meðan Calleigh er að rannsaka glæpavettvanginn þá kemur ókunnur upp að henni og heldur byssu að höfði hennar og eftir banvæna uppákomu í skotvopna-rannsóknarstofunni efast hún um hvort hún geti unnið áfram sem CSI. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Miami (season 3)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. maí 2010.
- CSI: Miami á Internet Movie Database