Lifangur
Lifangur (norska: Levanger) er borg og stjórnsýslumiðstöð í sveitarfélaginu Lifangri í Þrændalögum i Noregi með 10.384 íbúa. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 20.171 (2022). Borgin er staðsett við útrás Lifangursárinnar í Þrándheimsfjörð. Lifangur hefur verið mikilvægur verslunarstaður frá miðöldum og hefur átt sér árlega markaðshefð í nokkur hundruð ár. Lifangur hlaut konungsréttindi sem kaupstaður árið 1836.
E6 liggur um Lifangur og er hún 47 km suður til Stjørdalshalsen og 41 km norður til Steinkjer. Næsti nágrannabær er Verdalsøra, sem er 14 km norður af Lifangri.
Lifangur er stöðvarbær og viðkomustaður á járnbrautarlínunum Trønderbanen og Nordlandsbanen.
Frá Lifangri er bílferjutenging til Ytterøy.
Sérkenni miðbæjarins í Lifangri er vel varðveitt timburhúsnæði í kaupstaðnum, menningarumhverfi Lifangurs, sem er verndað af umhverfisráðuneytinu samkvæmt 20. kafla laga um menningarminjar. Árið 2013 hlaut borgin Olavsrosa verðlaunin af norsku menningarminjastofnuninni fyrir verndunarstarf sitt.
Undanfarin ár hefur í Lifangri verið umfangsmikil fjárfesting í sveitarfélaginu í verslun. Margar nýjar verslanakeðjur og matvörukeðjur hafa haslað sér völl, eða eru að koma sér fyrir, á borgarsvæðinu og á afleysingasvæðum fyrir miðbæinn, hvað skýrast í uppbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar Alti Magneten utan miðbæjarins. Í Levanger er Br. Torkildsen Orgelbyggeri AS, sem er elsti orgelsmiður Noregs. Það var stofnað af bræðrunum Iver og Peder Torkildsen árið 1882.
Á sjúkrahúsinu í Lifangri eru um 1.000 stöðugildi og er það því stærsta einstaka fyrirtæki sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið heyrir undir Helse Midt-Norge. Á sjúkrahúsinu eru meðal annars deildir innan bráðalækninga, barna- og unglingageðlækninga, skurðlækninga, geðlækninga, bæklunarlækninga, barnalækninga og þar er einnig eina tóbaksvarnastöð landsins.
Lifangur er fræðslusetur í norðurhluta sýslunnar.
Nord Universitet (háskólinn) í Lifangri er stærsti námsstaðurinn fyrir kennara- og hjúkrunarfræðinám í háskólanum. Nord Universitet hefur um það bil 3.000 nemendur og 300 starfsmenn í Lifangri.
Levanger Videregående skole (menntaskóli) er stór skóli með 200 starfsmenn og 830 stöðugildi.
Í Lifangri eru nokkrir, bæði opinberir og einkareknir, grunn- og framhaldsskólar.
Kirkjan í Lifangri er langkirkja sem var vígð árið 1902. Byggingin er í Art Nouveau-stíl, og byggð úr steini. Kirkjan er staðsett í miðbæ Lifangurs. 500 sæti eru í kirkjunni.
-
Kirkjan í Lifangri
-
Kirkegata í Lifangri
-
Cappelengården i miðbæ Lifangurs
-
Nordenborggården í miðbæ Lifangurs
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Levanger (town)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. apríl 2018.