Leroy Sané
Leroy Sané | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Leroy Aziz Sané | |
Fæðingardagur | 11. janúar 1996 | |
Fæðingarstaður | Essen, Þýskaland | |
Hæð | 1,84m | |
Leikstaða | Vængmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Bayern München | |
Númer | 10 | |
Yngriflokkaferill | ||
2001-2005 2005-2008 2008-2011 2011-2014 |
SG Wattenscheid 09 Schalke 04 Bayer 04 Leverkusen Schalke 04 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2014-2016 | Schalke 04 | 47 (11) |
2016-2020 | Manchester City | 80 (25) |
2020- | Bayern München | 77 (18) |
Landsliðsferill | ||
2014-2015 2015 2015- |
Þýskaland U19 Þýskaland U21 Þýskaland |
11 (8) 10 (5) 55 (11) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Leroy Aziz Sané (fæddur 11. janúar 1996) er þýskur knattspyrnumaður sem spilar með Bayern München og þýska landsliðinu. Hann spilar sem vængmaður og er hraður og tæknilegur leikmaður.
Leroy Sané er sonur Regina Weber, þýskrar fimleikakonu sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum 1984 og Souleymane Sané, senegalísks knattspyrnumanns. Souleymane ólst upp í Frakklandi og var í franska hernum. Leroy hefur því bæði þýskt og franskt ríkisfang.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Ferill í Þýskalandi
[breyta | breyta frumkóða]Sané stundaði fótboltaæfingar ungur að árum eða allt frá árinu 2001. Árið 2005 æfði hann með Schalke 04 og síðar Bayer Leverkusen. Sané spilaði fyrsta Bundeliga-leikinn sinn með Schalke 04 árið 2014.
Manchester City
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2016 gerði Sané samning við Manchester City. Í október 2017 var hann valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og tímabilið 2017-2018 var hann valinn besti ungi leikmaður tímabilsins (9 mörk og 15 stoðsendingar í 28 leikjum).
Sané vann 2 úrvalsdeildartitla með City. Hann var meiddur mestallt tímabilið 2019-2020.
Sumarið 2020 náðust samningar milli Man City og Bayern München um að Sané færi til þeirra síðarnefndu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Leroy Sané“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. feb. 2018.