Le rayon noir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Le Rayon noir (íslenska: Blökkugeislinn) er 44. Svals og Vals-bókin og sú tólfta eftir þá Tome og Janry. Hún hefur enn ekki verið gefin út á íslensku.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Sagan hefst á að Sveppagreifinn fær sendan fágætan svepp frá Afríku. Hann útbýr tæki sem framkallar geisla sem á að breyta litarafti tilraunamúsar úr hvítu í svart. Tilraunin mistekst og greifinn leggur af stað í ferðalag.

Svalur skoðar uppfinninguna sem hrekkur í gang og hann breytist í blökkumann. Lögreglumenn Sveppaborgar handtaka Sval, sem er orðinn óþekkjanlegur, fyrir að bera stolin skilríki. Í fangelsi bæjarins rekst hann á gamlan fjandmann, Don Vito Cortizone. Hann heyrir sólarsöguna og vill ólmur komast í tækið og verða þeldökkur til að geta hafið nýjan glæpaferil.

Meðan á þessu stendur hefur Svalur einnig lent í vélinni. Hann er handtekinn af lögreglunni sem færir hann og tækjabúnaðinn til Sveppaborgar, þar sem bæjarhátíð stendur yfir. Don Cortizone sleppur laus og reynir að koma höndum yfir tækið, en ekki tekst betur til en svo að helmingur bæjarbúa verður fyrir blökkugeislanum.

Fljótlega fer allt upp í loft hjá íbúum Sveppaborgar þar sem hvítir og svartir fara í hár saman. Að lokum ákveða þeir þó að beina reiði sinni að Sveppagreifanum, en þegar æstur múgurinn er kominn að höll hans kemur í ljós að virkni geislans er búin og allir hafa fengið sinn eðlilega húðlit. Don Cortizone er sendur í fangelsi til Bandaríkjanna.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Sagan felur í sér sterkan boðskap gegn kynþáttafordómum.
  • Mjög margar aukapersónur úr röðum bæjarbúa í Sveppaborg er að finna í sögunni. Sumar þeirra vísa til persóna úr gömlum Svals og Vals-bókum eftir Franquin.