Leónídas
Útlit
Leónídas I (um 540 f.Kr. — 19. september 480 f.Kr.) var konungur í borgríkinu Spörtu frá u.þ.b. 489 f.Kr. til dauðadags. Þekktastur er hann fyrir að hafa lagt af stað með 300 öðrum Spartverjum, ásamt mörg þúsund hermönnum annarra borgríkja sem hann safnaði á leiðinni, til að verjast innrás Persa um Laugaskarð þrátt fyrir að hafa tapað þeim bardaga, þar sem Grikkjum tókst að reka Persa brott frá Grikklandi árið eftir.