Langadalsfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hluti Langadalsfjalls.

Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.

Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]