Þverárfjall
Útlit
Þverárfjall | |
---|---|
Hæð | 322 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður |
Hnit | 65°46′36″N 20°01′47″V / 65.776786°N 20.029606°V |
breyta upplýsingum |
Þverárfjall (einnig kallað Þverárleiti) er fjall í Austur-Húnavatnssýslu, á milli Norðurárdals, sem liggur til norðvesturs úr Laxárdal fremri, og Laxárdals í Skagafirði. Fjallið er kennt við Þverá, innsta bæ í Norðurárdal. Þverárfjallsvegur (744) var lagður yfir fjallið sumarið 2002 en áður var þar seinfarinn sumarvegur sem lá yfir óbrúaðar ár og læki. Með tilkomu vegarins styttist leiðin á milli Blönduóss og Sauðárkróks um 30 kílómetra.
Þann 3. júní 2008 varð bílstjóri sem átti leið um Þverárfjall var við hvítabjörn skammt frá veginum. Björninn var felldur sama dag.[1][2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ísbjörn við Þverárfjall“. www.mbl.is. 3.6.2008. Sótt 28. október 2023.
- ↑ „Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki“. visir.is. 16. júní 2008. Sótt 28. október 2023.