Laugardælakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugardælakirkja
Laugardælakirkja
Laugardælum (23. desember 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Almennt
Arkitektúr
Arkitekt:  Bjarni Pálsson
Efni:  Steypa
Kirkjurýmið
Sæti:  Fyrir 70 manns

Laugardælakirkja er kirkja að Laugardælum í Flóahreppi (til 2006 Hraungerðishreppi). Hún var vígð 1965. Kirkjan er steinsteypt og alls 300 fermetrar að flatarmáli. Í henni er pípuorgel og kirkjubekkirnir rúma 70 manns í sæti.

Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði kirkjuna, en hann teiknaði einnig Selfosskirkju. Sigfús Kristinsson byggingameistari sá um smíði kirkjunnar.

Kaþólskar kirkjur að Laugardælum voru helgaðar Guði, Maríu mey og heilagri Agötu. Kirkjan tilheyrir Selfossprestakalli.

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var jarðsettur í Laugardælakirkjugarði þann 21. janúar 2008.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Daily Telegraph 25. janúar 2008: Bobby Fischer's final bizarre act, lest 31. desember 2015